Vorhátíð, vorhátíð verður miðvikudaginn
15 júní frá kl.16:30-18:00 á
vegum Foreldrafélagsins.
( Athugið að það verður örugglega sól og
blíða þar sem að Fríða kom ekkert að þessari
dagsetningu :)
Boðið verður upp á kanilsnúða,djús og ís
ásamt leikjum og sprelli. Svo munu ávextir
úr Ávaxtakörfunni kíkja í heimsókn um
kl.16:30 og taka nokkur lög . Hlökkum til
þess að sjá ykkur :)
|
Auglýsing um systkinaafslátt
Foreldrar eru minntir á að
sækja um systkinaafslátt fyrir komandi
skólaár í gegnum
íbúagátt
á síðu Grindavíkur. Afslátturinn tekur gildi
í mánuðnum eftir að umsókn berst og gildir
einungis eitt skólaár í senn, þ.e. 1. ágúst
– 31. júlí. Umsóknir frá síðasta skólaári
gilda ekki..
Systkinaafsláttur er
samræmdur fyrir börn á stofnunum bæjarins og
fyrir börn hjá dagforeldrum.
Afsláttur
vegna annars barns verður 35%.
Afsláttur vegna þriðja barns
verður 70%.
Afsláttur vegna fjórða barns
verður 100%.
|
Leikskólinn Laut fagnar 10 ára afmæli
mánudaginn 23.maí. Við bjóðum fjölskyldum
Lautarbarna í leik að okkar hætti kl.14:00
og síðan að þiggja veitingar að leik loknum.
Boðsbréfið er á leiðinni til ykkar, hlökkum
til að sjá ykkur smile
broskall |
Hvatningarverðlaun Heimila og skóla
2016 hlaut foreldrafélag leikskólans Lautar
í Grindavík.
Foreldrafélag leikskólans Lautar í
Grindavík hefur það að markmiði að efla
aðkomu foreldra að starfi leikskólans og
hefur verið með eindæmum hugmyndaríkt og
drífandi, og komið ótrúlegustu hugmyndum í
framkvæmd. „Fyrir tilstuðlan
foreldrafélagsins hafa m.a.
hjúkrunarfræðinemar komið og sett upp
Bangsaspítala á Bangsadeginum, öll börn hafa
fengið tannbursta og tannkrem í
Tannverndarvikunni, boðið var upp á
listasýningu og staðið var fyrir uppákomu á
112 deginum,“ kemur fram í tilnefningunni.
Í ár bárust 24 gildar tilnefningar til
verðlaunanna.
 |
Laus störf við leikskólann Laut
Deildarstjóra og leikskólakennara vantar til
starfa í leikskólanum Laut í Grindavík frá
9.ágúst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum
leikskólakennara og sambands íslenskra
sveitarfélaga. Skólastjóri hefur heimild til
að greiða tímabundin viðbótarlaun vegna
sérstakrar hæfni, álags eða vinnuframlags.
Leikskólinn er fimm deilda leikskóli fyrir
börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum ,,Skóli
á grænni grein" og vinnum eftir
Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til
ábyrgðar. Gleði , hlýja og virðing eru
einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um
leikskólann er að finna á heimasíðu hans.
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með
ungum börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Vakin er athygli á því að ef ekki fæst
leikskólakennari kemur til greina að ráða
annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að
sækja um.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í
síma 426-8396 og 847-9859.Umsóknir berist
til leikskólastjóra á netfangið gleik@grindavik.is
Endurnýja þarf eldri umsóknir.
Umsóknarfrestur er til 1.júní 2016
|
Kæru foreldrar
Föstudaginn 22.apríl er
starfsdagur og þann dag er leikskólinn
lokaður. Við hér í Laut erum reyndar búin að
vinna þennan dag af okkur. En við mættum
degi áður en opnað var í ágúst 2015. Þann
dag var haldið námskeið með námsefninu Lubbi
finnur málbein en einnig var unnið að
undirbúningi fyrir skólaárið.
|
Listaverkasala/-sýning barnanna
Laugardaginn 12.mars nk. milli kl
11:00-13:00 verður hin árlega
Listaverkasala/-sýning leikskólabarna á Laut
á vegum Foreldrafélagsins.
Frjáls framlög eru í listaverkin. Ágóðinn
rennur í sjóð barnanna á vegum
foreldrafélagsins. Við hvetjum sem flesta
foreldra til þess að mæta og líta á
listaverk barnanna ásamt því að fá sér kaffi
og veitingar.
Allir eru velkomnir og um að gera að bjóða
ömmum, öfum, frænkum og frændum með.
Eins og kom fram verður boðið upp á
kaffihlaðborð og vill foreldrafélagið leita
til ykkar foreldra með veitingar á
hlaðborðið ef þið hafið tök á en það er ekki
skilyrði.
Tekið er á móti veitingum frá kl.10:30 á
laugardagsmorguninn.
Eigum notalega stund saman í upphafi
menningarviku í Grindavík.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Foreldrafélagsins
|
16.feb
Mömmu og ömmu kaffi
Mánudaginn 22.feb verður mömmu og ömmukaffi
í Lautinni frá kl. 08:30-10:00.
Boðið verður upp á hinar víðfrægu
gulrótarbollur úr Lautareldhúsinu ásamt
hollu grænmeti.
Við ætlum í þetta skipti að hafa þemað blóm
og hatta. Hvetjum við því ykkur kæru konur
að mæta með hatta og/eða blóm. Hlökkum til
að sjá ykkur
|
10.feb
Föstudaginn 12.feb. verður Gulur dagur í
Laut til að sýna okkar flotta
körfuboltafólki stuðning, Áfram Grindavík
!!!!!! |
22.janúar
Í dag byrjar Þorrinn og líkt og
undanfarin ár buðu nemendur og kennarar
pöbbum,öfum og frændum til þorraveislu.
Börnin skörtuðu víkingahöttum sem þau gerðu
sjálf og einnig mættu fjölmargir gestir í
lopapeysum.
Líklega hafa um 200 gestir komið í heimsókn
til okkar í morgun. Við viljum nota
tækifærið og þakka kærlega fyrir komuna sjá
myndir
hér |
|
Leikur að málrækt
Við höfum verið að vinna að þróunarverkefninu Leikur
að málrækt nú í vetur. En megintilgangurinn er að
vinna með markvissum hætti að hvers kyns málörvun í
öllu starfi leikskólans. Við byrjuðum skólaárið með
því að allir starfsmenn sátu námskeið með námsefninu
Lubbi finnur málbein. Síðan á starfsdegi í haust var
annað námskeið í tengslum við námsefnið Tónmál sem
einnig allir starfsmenn sátu.
Við höfum verið að innleiða þetta námsefni í
skólastarfið nú í haust og
bara gengið nokkuð vel. Nú svo núna í janúar barst
okkur aldeilis liðstyrkur. Á starfsdegi nú í janúar
kom hún Ásthildur B. Snorradóttir talmeinafræðingur
með fyrirlestur um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar í
málörvun leikskólabarna. Hún verður verkefnastjóri
yfir þróunarverkefninu fram að sumarfríi. Við munum
stefna að því að vinna handbók um málörvun í
leikskóla þar sem að má finna allt það námsefni sem
til er sem og mats- og skimunartæki , hvernig það er
notað , markmið og leiðir. Einnig er stefnt að því
að gera handbók/móttökuáætlun fyrir tvítyngda
nemendur. Að sjálfsögðu verður áfram unnið að
innleiðingu Lubba,Tónmál og Bínu bálreiðu.
Þetta verkefni með
Ásthildi verður án efa til góðs fyrir allt
starfið í Lautinni en hún mun einnig koma á
starfsdegi í vor ásamt því að koma með innlegg á
starfsmannafundum.
|
Friðarganga 2015
Hin árlega
friðarganga Grindvíkinga verður fimmtudaginn 10.
desember n.k. Gangan er samstarfsverkefni
skólastofnanna í Grindavík. Athöfnin hefst kl.
09:15 við íþróttamiðstöðina en upp
úr kl.08:30 gengur Laut að nýja
torginu við íþróttamiðstöðina. Markmið göngunnar er
að efla
samkennd og
samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í
samfélaginu.
Við viljum
biðja þá foreldra sem að koma með börnin rúmlega
08:00 að koma með þau klædd í útifötin og eins þau
börn sem eiga að mæta kl.09:00.
DAGSKRÁ:
1. Barnakór Grindavíkur syngur 2 lög. Undirleikari:
Renata Ivan.
2. Núvitund. Umsjón: Halldóra og Harpa.
3. Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan
verður örstutt þögn þar sem hver og einn upplifir
friðinn í sjálfum sér.
4. Kórinn syngur: Bjart er yfir Betlehem.
Að loknum söng gengur hver hópur til síns skóla.
Lögreglan og starfsmenn áhaldahúss munu aðstoða við
að loka götum og starfsmenn HS Orku munu sjá til
þess að slökkt verði á ljósastaurum milli kl. 08:45
– 09:45.
Hvetjum foreldra til þess að taka þátt.
ALLIR NEMENDUR MÆTA MEÐ VASALJÓS OG
LÝSA UPP SKAMMDEGIÐ INNRI BIRTU.
|
Kæru foreldrar
Mánudaginn 9.nóv n.k. er starfsdagur í Laut og þann
dag er leikskólinn lokaður. Allt starfsfólkið mun
sitja námskeið á vegum Tónagulls og læra um
námsefnið TónMál. TónMál er nýtt kennsluefni í
tónlist og málörvun. Í kennsluefninu er lögð áhersla
á málörvun og forlestrafærni í gegnum leik og
tónlist. Þetta verður góð viðbót við
þróunarverkefnið okkar "Leikur að málrækt " En fyrir
höfum við verið að vinna með námsefnið Lubbi finnur
málbein og hana Bínu bálreiðu. |
3.sep
Kæru foreldrar
Hin árlegi
foreldrafundur verður haldinn á sal skólans
mánudaginn 7.sep n.k. Við hvetjum alla foreldra að
koma og kynna sér hvað er framundan í Lautinni
skólaárið 2015-2016. Dagskráin er svohljóðandi.
Kl.17:30 foreldrar
barna sem fædd eru 2010, kynning á starfinu
skólaárið 2015-2016
Kl.18:00 Almennur
upplýsingafundur.
18:30 – Aðalfundur
Foreldrafélagsins, almenn aðalfundarstörf.
19:00 Boðið upp á
súpu ala Begga og Lára og heimabakað brauð í lok
fundar.
|
6.ágúst
Kæru foreldrar
Nokkrar breytingar á starfsmannahaldi verða nú á
nýju starfsári. Nokkrir starfsmenna hafa hætt
störfum og aðrir komið í staðinn. Binni, Andrea,
Jóhanna hafa ákveðið að setjast á skólabekk og
viljum við nota tækifærið og óska þeim velfarnaðar
og þakka þeim fyrir samveruna. Nýjir starfsmenn eru
Sandra sem vinnur á Múla, Guðrún Hanna á Haga og
Tatjana sem verður fagstjóri inn á Akri. Bjóðum við
þær velkomnar í Lautina. Einnig hafa sumir
starfsmenn haft vistaskipti á
milli heimastofa. Linda sem var á Múla er flutt á
Haga og Guðný sem var á Eyri er einnig komin á Haga.
Gauja flytur sig um set frá Hlíð yfir á Eyri og
Helga Jóna flytur frá Haga yfir á Hlíð.
Þema og
þróunarverkefni næsta skólaárs verður
málrækt/málörvun í ýmsum myndum og ber verkefni
heitið „Leikur að málrækt „ Við byrjuðum á því
að fá til okkur námskeið fyrir alla starfsmenn
með námsefnið Lubbi finnur málbein og var þetta
virkilega skemmtilegt og fróðlegt og kemur til
að nýtast vel í starfinu. Síðar í haust verður
síðan annað námskeið í tengslum við málrækt sem
ber heitið Tónmál en þar er áherslan lögð á
kennslu í málrækt í gegnum tónlist.
En farið verður nánar út í þema/þróunarverkefnið
á foreldrafundi sem haldinn verður mánudaginn
7.sep.
|
29.júní
Í dag mánudaginn 29.júní fengum við afhentann
Grænfánann í þriðja sinn. Börnin komu saman og í
sameiningu var fáninn dreginn að húni. ´Síðan var
boðið upp á grænt grænmeti og ávexti í tilefni
dagsins. En markmið verkefnis að þessu tagi er meðal
annars :
Markmið verkefnisins er að:
• Bæta umhverfi skólans, minnka
úrgang og notkun á vatni og orku.
• Efla samfélagskennd innan skólans.
• Auka umhverfisvitund með menntun og
verkefnum innan kennslustofu og utan.
• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við
stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem
varða nemendur.
• Veita nemendum menntun og færni til
að takast á við umhverfismál.
• Efla alþjóðlega samkennd og
tungumálakunnáttu.
• Tengja skólann við samfélag sitt,
fyrirtæki og almenning
Næstu tvö árin verður unnið með þemað : "Flag í
fóstur " En þá velur hver heimastofa einhvern stað í
nærumhverfi leikskólans. Síðan munum við öll í
sameiningu græða upp það svæði.
sjá myndir hér
|
26.júní
Kæru foreldrar og nemendur
Mánudaginn 29.júní n.k. fáum við
Grænfánann afhentann í þriðja sinn. Athöfnin byrjar
kl.10:30 og viljum við hér með bjóða ykkur að
samgleðjast með okkur. Einnig hvetjum við nemendur
sem og starfsfólk að mæta í grænu þennan dag |
12.júní
Foreldrar athugið , föstudaginn 19 júní n.k
Kvenfrelsisdaginn verður leikskólinn lokaður frá kl.
12:00 samkvæmt ákvörðun Bæjarstjórnar. Öll börn fá
hádegisverð fyrir þann tíma.
12. 1504087 - Kosningaréttur kvenna: 100 ára afmæli
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Bryndís,
Guðmundur
Bæjarstjóri
leggur fram eftirfarandi tillögu
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir að loka
öllum starfsstöðvum sínum frá og með kl. 12:00 á
kvenfrelsisdaginn 19. júní næstkomandi og veita
starfsfólki frí.
Með ákvörðuninni sýnir bæjarstjórn 100 ára
afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna virðingu
og hvetur starfsmenn til að taka þátt í
skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð
eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar
íslenskra kvenna.
Samþykkt samhljóða
|
12.júní
Kæru foreldra takk fyrir komuna í dag, eins og
pantað kom að sjálfsögðu nokkrir dropar en það er nú
ekkert miðað við hvernig veðurguðirnir fóru með
okkur í fyrra. Kærar þakkir fá foreldrafélagið okkar
góða sem og Janko töframaður og Jóhann
tónlistarmaður. Börnin verða öll leyst út með
sápukúlum og krítum frá Foreldrafélaginu. |
11.júní
Jæja, nú ætlum við að skella í eitt stykki
vorfagnað í Lautinni á morgun,föstudaginn 12.júní.
Við verðum með ýmsar leikstöðvar svo sem
fótbolta,snúsnú,sápukúlur,krítar,smíðahorn o.fl. Við
byrjum um kl.11:00 og verðum til kl.13:00. Í
hádeginu skellum við pylsum/pulsum á grillið. Nú
viljum við fá alla þá foreldra sem sjá sér fært að
koma og leika með okkur. Endilega deilið til annarra
foreldra :)
11.júní
Á morgun föstudaginn 12.júní ætlum við að taka
þátt í Rokkum á sokkum. Hvetjum alla nemendur okkar
að mæta í sitt af hvoru tagi af sokkum til að minna
okkur á að fagna fjölbreytileikanum í samfélaginu |
4.júní
Kæru foreldrar og nemendur.
Á morgun föstudag ætla allir í Lautinni að mæta
í leikskólann í sínum hverfalitum |
2.júní
Kæru foreldrar Stjörnuhópsbarna . Umferðarskólinn
verður á Laut í dag þriðjudaginn 2 júní kl. 13:00.
Stjörnuhópur frá Krók kemur einnig í heimsókn til
okkar. Hlökkum til að sjá ykkur. Að sjálfsögðu eru
þær Stjörnur sem eru hættar velkomnar í
Umferðarskólann smile
emoticon |
27.maí
Minnum á útskrift Stjörnuhóps á föstudaginn
29.maí kl.14:30 á sal skólans. |
27.apríl
Við fengum peningagjöf frá
Foreldrafélaginu okkar á síðasta aðalfundi
félagsins. Keypt var Hljóðasmiðja Lubba sem mun
nýtast öllum leikskólanum í málörvun. Viljum við
þakka kærlega fyrir okkur kæra Foreldrafélag |
21.apríl
Kæru foreldar
Foreldrafélaginu vantar eins og fimm
sjálfboðaliða til þess að aðstoða við
Víðavangshlaupið sem er á Sumardaginn fyrsta ,
mæting upp úr kl. 09:45. Vinsamlegast hafið samband
við Margréti s: 698 6390 . |
20.apríl
Síðastliðinn föstudag fengu við nemendur frá
Fjölbrautarskóla Suðurnesja í heimsókn í Lautina.
Þessi nemendur komu færandi hendi en undanfarna
mánuði hafa þeir verið að smíða ýmsa hluti bæði úr
málmi og tré. Gjafirnar vöktu mikla lukku hjá
Lautarbörnum og viljum við þakka kærlega fyrir
þessar höfðinglegu gjafir sjá
hér |
17.apríl
Kæru foreldrar
Frá og með 15.apríl mun Ágústa Jónsdóttir sem unnið
hefur á Haga taka við sem deildarstjóri. Síðan mun
Stína nokkur Páls taka við deildarstjórastöðu inn á
Hlíð frá og með 1.maí.
16.apríl |
Víðavangshlaup Grindavíkur á
sumardaginn fyrsta
Fimmtudaginn 23. apríl kl.
11:00 verður árlegt víðavangshlaup Grindavíkur á
sumardaginn fyrsta. Allir sem taka þátt fá
verðlaunapening frá Bláa Lóninu. Dagskráin er
eftirfarandi:
• Hlaupið verður ræst frá sundlauginni (við
hraðahindrun á Stamphólsvegi).
• Skráning á staðnum frá kl. 10:30.
|
8.apríl
Sumarlokun Lautar verður frá og með miðvikudeginum
1.júlí og svo opnum við aftur miðvikudaginn 5.ágúst |
8.apríl
Blár dagur verður á leikskólanum
föstudaginn 10.apríl í tilefni af alþjóðlegum degi
einhverfunnar. Því hvetjum við ykkur til að senda
börnin bláklædd í leikskóplann á föstudaginn.
Rétt eins og blæbrigði bláa litarins
eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver
einstaklingur hefur sinn stað á rófinu með öllum
þeim áskorunum sem einhverfu fylgja
8.apríl |
8.apríl
Kæru foreldrar
Foreldranámskeiðið - Uppeldi sem virkar, færni
til framtíðar verður haldið nú í vor. Um er að ræða
fjögur skipti frá kl.17:00-19:00 daganna 30.apríl,
7.maí,12.maí og 19.maí.
Þátttökugjaldið er kr 2000 fyrir einstakling og kr
3000 fyrir par, innifalinn eru námskeiðsgögn og
Uppeldisbókin.
Leiðbeinendur eru Fríða Egilsdóttir
leikskólastjóri og Ragnhildur Hauksdóttir
leikskólaráðgjafi.
Upplýsingar og skránign :
ragnhildur@grindavik.is |
30.mars
Kæru foreldrar
Þriðjudaginn 7. apríl.n.k. verður
starfsdagur á Laut og þann dag er leikskólinn
lokaður.
Við munum öll sem ein fara á Ipad-
námskeið í Reykjavík og kynna okkur möguleikana að
nýta okkur þessa tækni í starfinu. En nú nýverið
fengu eldri heimastofurnar tvo Ipad hvor og einn
Ipad á hvora yngri heimastofurnar . Einnig er nú
Ipad í sérkennslunni í Bót. Ekki nóg með það þá eru
allir deildarstjórar með sinn Ipad til að nota í
starfinu.
Síðan eftir hádegi munum við skoða leikskóla.
|
23.mars
Páskaeggjaleit verður haldin föstudaginn 27.
mars klukkan 17:00 á
Laut.Breytingar
eru á leitinni nú frá fyrri árum en ákveðið hefur
verið að börn af yngri deildum fá að hlaupa fyrr af
stað og koma með eitt egg til baka áður en börn af
eldri deildum og systkinum verður helypt inn á
svæðið. Allir mæta þó á Laut á sama tíma. Hlökkum
til að hitta sem flesta.
Foreldrafélagið
Kv. Helga Fríður
|
17.mars
Á morgun miðvikudaginn 18.mars kemur hún Lína
Langsokkur í heimsókn til okkar í Lautina kl.09:00.
Þessi sýning er í boði Grindavíkurbæjar. |
16.mars
Sigríður Guðmundsdóttir Hammer hefur verið ráðinn
aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Laut. Hún
tekur við af Fríðu Egilsdóttir sem starfar nú sem
leikskólastjóri. Tvær umsóknir bárust um stöðuna.
Sigríður sem er leikskólakennari að mennt hefur
starfað á leikskólanum Laut frá 1999 lengst af sem
deildarstjóri. |
10.mars
Kæru foreldrar.
Næstkomandi laugardag 14.mars er listaverkasala og
sýning barnanna okkar hér á Leikskólanum Laut frá
kl. 11:00-13:00
Við í foreldrafélaginu viljum því leita til ykkar
eftir aðstoð með veitingar á hlaðborðið ef þið hafið
tök á því, það er alls EKKI skilyrði að koma með
kökur eða annað bakkelsi en undanfarin ár hefur
borðið svignað undan glæsilegum kræsingum frá ykkur
og flestir eru sammála um það að Menningarvikan
hefjist með sýningunni á Laut.
Við munum taka við veitingum í eldhúsinu frá kl.
10:30.
Kær kveðja Foreldrafélagið. |
26.feb
Kæru foreldrar
Eins og flest ykkar vita hætta hún Bína okkar nú um
áramótin og fram til þessa hefur aðstoðarskólastjóri
verið staðgengill hennar. Starf leikskólastjóra var
auglýst og nú hefur hún Fríða sem var
aðstoðarleikskólastjóri verið ráðin sem
leikskólastjóri. Nú þegar er búið að auglýsa eftir
aðstoðarleikskólastjóra. |
20.feb
Kæru mömmur og ömmur ykkur er boðið í
morgunkaffi mánudaginn 23.feb kl.08:30 í tilefni
þess að konudagurinn er á sunndaginn. Eigum notalega
morgunstund með heimabökuðu bakkelsi í byrjun
vinnuvikunnar :) Hlökkum til að sjá ykkur |
16.feb
Á
miðvikudaginn verður slegið upp Öskudagsballi hér í
Laut, kötturinn sleginn úr tunnunni og svo smá
dansiball. Á þessum degi mega börnin endilega koma í
búningum eða náttfötum, en við skulum skilja
fylgihluti með búningum eftir heima |
6.janúar
Gleðilegt ár kæru foreldrar og nemendur.
Breytingar urðu á
starfsmannahópnum nú um áramótin. Ásta Dóra ætlar að
setjast á skólabekk og Ásta Björg ætlar að sinna
meira nuddinu. Í þeirra starf kemur hún Sirrý
Ingólfsdóttir en hún mun starfa frá kl.09:00-17:00
inn á Eyri.
Eva Rún er einnig nýr starfsmaður en hún mun leysa
Sæbjörgu af á meðan hún er í fæðingarorlofi.
Nú svo er hún Bína okkar hætt eftir
að hafa starfið hjá Grindavíkurbæ meira og minna frá
1978. Nú ætlar Bínan að njóta lífsins með Sigga sínum,
fara í sumarbústaðinn o.fl.
Fríða aðstoðarleikskólastjóri verður staðgengill
leikskólastjóra þar til ráðið verður í starf
leikskólastjóra.
Viljum við
nota tækifærið og þakka þeim stöllum innilega
fyrir gott samstarf í gegnum árin og óska þeim
alls hins besta í framtíðinni.
|
Viljum minna á starfsdaginn mánudaginn 5.jan n.k. en
þann dag er leikskólinn lokaður, Allar
skólastofnanir Grindavíkur eru með starfsdag á
þessum degi. |
11.des
Í dag var jólasamvera á sal skólans, við sungum
nokkur jólalög og áttum notalega stund saman. Síðan
var komið að hinni árlegu sýningu starfsmanna :
Grýlusaga, en sú saga fjallar um hann afa þegar hann
var lítill og óþekkur strákur og hann lenti pokanum
hennar Grýlu og var borinn upp til fjalla. Að vanda
vakti leikritið bæði gleði og smá ótta hjá sumum en
látum myndirnar sýna stemminguna sem var í Lautinni
í morgun
sjá myndir |
Kæru foreldrar
Minnum á Friðargönguna sem verður á föstudaginn
12.des. Við munum leggja af stað frá Laut um
kl.08:30 og hvetjum við þá foreldra sem sjá sér fært
að labba með okkur að taka þátt
.
Viljum benda Stekkjastaur á sem kemur víst til
byggða aðfaranótt 12.des að sniðugt væri að lauma
kannski litlu vasaljósi sem síðan hægt er að nota í
Friðargöngunni |
10.des - Jólaball, jólaball
Kæru foreldrar
Jólaball foreldrafélagsins verður haldið hér á
leikskólanum sunnudaginn 14.des.
Ballið verður tvískipt og hefst fyrra ballið sem er
fyrir börnin á Hlíð og Haga kl 13:00.
Seinna ballið sem er fyrir Eyri og Múla verður síðan
kl 14.30.
Boðið verður uppá heitt kakó og smákökur.
Jólasveinar mæta á svæðið og dansa með okkur í
kringum jólatréð |
4.des
Heldri borgarar komu í heimsókn í Lautina í
morgun og sýndu okkur línudans, kærar þakkir fyrir
komuna
sjá myndir hér |
1.des
Fyrirhugaður er kynningarfundur hinn 1. desember nk.
kl. 17:00 og verður hann haldinn í Grunnskóla
Grindavíkur við Ásabraut. Allt starfsfólk skólans,
auk foreldra barna í leikskólanum er hvatt til að
mæta á fundinn.
Dagskrá:
17:00 Setning fundar
17:20 Kynning á áherslum Leikskólans Lautar
17:40 Fulltrúi Skóla ehf. kynnir sína stefnu
18:00 Fulltrúi Sigöldu ehf. (Reggio Emelia)
kynnir sína stefnu
18:20 Fyrirspurnir og umræður
18: 40 Fundarlok gagnvart foreldrum.
Starfsfólk situr áfram.
19:10 Fundarlok |
17.nóv
Jól í skókassa.
Síðastliðinn föstudag var arkað upp í kirkju til
að skila af okkur Jól í skókassa. En samtals
safnaðist í 43 skókassa ásamt vænri upphæð fyrir
sendingarkostnaði, vel gert :) . Við teljum að með
því að vinna þetta verkefni höfum við eflt samstarf
á milli bæði foreldra, nemenda og starfsfólks.
Einnig skapaðist tækifæri til að spjalla við börnin
um þá sem minna mega sín og hvað við gætum gert þeim
til hjálpar. Eflaust munum við taka þátt aftur að
ári.
sjá myndir hér |
4.nóv
Síðastliðinn föstudagur hér í Lautinni var
svolítið öðruvísi en vanalega en við héldum " Á
röngunni -dag " og hvað er nú það ? Jú , sumir komu
í fötunum á röngunni, við ræddum um hvað við gætum
gert í staðinn fyrir það sem við vanalega gerum eins
og í stað þess að ganga áfram væri hægt að ganga
aftur ábak, hvísla í stað þess að tala o.s.frv.
Börnin æfðu sig í að finna andstæður og ekki sakaði
að allir skemmtu sér konunuglega og ekki skemmdi það
fyrir að í stað þess að borða sitjandi við borð var
borðað á gólfinu. Börnin voru sammála því að þetta
væri besta kjötsúpa sem að þau höfðu smakkað og
tengdu það að sjálfsögðu því að borðhaldið breytist
í gólfhald.sjá
myndir hér |
30.okt
Kæru foreldrar og nemendur
Á morgun föstudaginn 30.okt ætlum við að vera með "Á
röngunnidag ", og hvað er nú það ? Jú, við getum
t.d. verið í fötunum á röngunni, gert ýmsa hluti
öfugt miðað við venjulega. :)
|
24.okt
Bleikur dagur í Lautinni í dag, borðuðum bleika
súrmjólk og boðið var upp á bleika mjólk og að
sjálfsögðu skörtuðu börnin jafnt sem nemendur bleiku
í tilefni dagsins.
sjá myndir hér |
21.okt
Nemendur Lautar færðu Bókasafninu listaverk að
gjöf í tilefni formlegrar opnunnar. En eldri
nemendur skólans gerðu fimm myndir úr þarfahring
Uppbyggingarstefnunnar og settu í ramma og færðu
Bókasafninu að gjöf. Við hér í Laut erum hæstánægð
yfir nýja Bókasafninu enda stutt fyrir okkur að fara
og hafa verið farnar ófáar ferðirnar í safnið frá
opnun. Sjá myndir
hér |
13.okt
Fengum heimsókn frá nemendum í Keili og þar á
meðal var hún Sara okkar sem vann í Hag ásamt þeim
Örnu, Sunnu og Þórarinn. Þau kynntu ritskoðaða
útgáfu af Egilssögu. Börnin fengu að skoða muni eins
og leggi,skeljar,kuðunga, krossfiska. Fengu að
smakka súrt skyr,hákarl og harðfisk. Einnig fengu
þau að skoða fatnað frá víkinatímanum. Þökkum
kærlega fyrir heimsóknina sjá myndir
hér |
25.sep
Á morgun föstudaginn 26.sep ætlum við að vera
með Gulann dag í Laut, hvetjum nemendur til að koma
í einhverju gulu,t.d. sokkum,hárspennu eða peysu. |
19.sep
Kæru foreldrar og nemendur
Jól í skókassa
Við í Laut höfum ákveðið að taka þátt í
verkefninu Jól í skókassa og köllum eftir ykkar
aðstoð. En jól í skókassa felst í því að fá
börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn sem
lifa við fátækt,sjúkdóma og erfiðleiks með því að
gefa þeim jólagjafir. Við ætlum að útbúa skókassa
sem hæfa 3-6 ára aldri. Hugmyndir af því sem hægt er
að setja í skókassann:
*Leikföng,t.d. litla bíla,bolta, dúkkur,bangsa
eða jó-jó. athugið að láta auka rafhlöður fyrlgja
rafknúnum leikföngum.
*Skóladót, t.d. penna,
blýanta,yddara,strokleður,skrifbækur,liti,litabækur.
*Hreinlætisvörur, óskað er eftir því að allir
láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig
má segja sápustykki, greiðu,þvottapoka eða
hárskraut.
*Sælgæti, t.d. sleikjó,brjóstsykur,pez, tyggjó
eða karamellur.
*Föt, t.d. húfu,vettlinga,sokka,trefil,bol
eða peysu.
Tekið er á móti framlögum í skókassana inn á skrifstofu leikskólastjóra.
Einnig vantar okkur skókassa.
Sjá nánar um verkefnið Jól í skókassa
hér |
15.sep
Þriðjudaginn 9.sep var foreldrafundur í
Lautinni. Bína leikskólastjóri fór yfir starf
vetrarins , Sigga fór yfir starfið með Stjörnunum
sem er framundan, Ragnhildur leikskólaráðgjafi fór
yfir ferlið varðandi Íbúagátt Grindavíkur. Síðan tók
við aðalfundur Foreldrafélagsins þar sem farið var
yfir fjárhagsstöðu félagsins. Tveir foreldrar hættu
í stjórn félagsins , þær Rannveig formaður og Anna
Karen gjaldkeri og þökkum við þeim kærlega fyrir vel
unninn störf. Nýjir í stjórn félagsins eru Valgerður
og Sæunn. Einnig er nýr tengiliður leikskólans við
Foreldrafélagið hún Helga Jóna sem tekur við að
Sæbjörgu sem er í veikindaleyfi.
Foreldrafélagið færði leikskólanum peningagjöf
að upphæð kr.70,000 og viljum við nota tækifærið og
þakka kærlega fyrir okkur.
Að lokum var boðið upp á ljúfenga sveppasúpu og
brauð að hætti Beggu og Láru. sjá myndir
hér |
15.sep
Föstudaginn 12.sep var Degi rauða nefsins fagnað
í Laut. Börnin föndruðu rauð nef í tilefni dagsins.
En með því að setja upp rautt nef lýsir fólk yfir
stuðningi við réttindi barna á heimsvísu og deilir
þeirri sannfæringu að öll börn eiga rétt á góðu
lífi, hvar í heiminum sem þau kunna að hafa fæðst.
sjá myndir
hér |
10.sep
Dagur læsis var á þriðjudaginn og af því tilefni
komu nemendur frá Grunnskólanum í heimsókn til okkar
og lásu sögur fyrir börnin. Farið var í heimsókn á
Bókasafnið og að sjálfsögðu var mikið lesið og
margar bækur skoðaðar þennan daginn líkt og aðra
daga hér í Laut. Sjá myndir
hér
|
Uppeldi sem að virkar
Grindavíkurbær stendur fyrir foreldra-
námskeiði haustið 2014
fyrir foreldra 0-7 ára barna
Fjögur skipti frá
klukkan 17.00 -19.00 í
Heilsuleikskólanum Króki
Fimmtudagur 9. okt
Fimmtudagur 16. okt.
Þriðjudagur 21. okt.
Fimmtudagur 30. okt
Hvernig er hægt að:
Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi,
sjálfstæði og jákvæðni?
Auka eigin styrkleika og færni í
foreldrahlutverkinu?
Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt?
Kenna börnum æskilega hegðun?
Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi?
Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika?
Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000
fyrir par. Innifalin eru námskeiðsgögn og
Uppeldisbókin.
Upplýsingar og skráning í síma 4201116 eða á
netfangið
ragnhildur@grindavik.is
Leiðbeinendur: Bylgja Kristín Héðinsdóttir,
aðstoðarleikskólastjóri á Króki og Björg
Guðmundsdóttir Hammer, leikskólakennari með M.Ed
gráðu í sérkennslufræðum, deildarstjóri á Króki.
|
5.sep
Foreldrafundur - Foreldrafundur
Minnum á
foreldrafundinn þriðjudaginn 9.sep á sal skólans.
kl.17:30 foreldrar
Stjörnuhópsbarna mæti
Kl.18:00 verður síðan almennur fundur.
Dagskrá:
Kynnt verður starf vetrarins.
Ragnhildur leikskólaráðgjafi kynnir námskeið um
foreldrafærni.
Aðalfundur
Foreldrafélagsins.
Eftir fundinn um kl. 19:00 verður síðan boðið upp á
súpu og brauð.
Vonumst til að sjá sem flesta.
|
19.ágúst
Kæru foreldrar
Viljum minna á starfsdaginn sem verður föstudaginn
29.ágúst n.k. en þann dag er leikskólinn lokaður
|
SUMARHÁTÍÐ - MIÐVIKUDAGINN 25.JÚNÍ
KL.10:30-13:00
Jæja veðurspekúlantar segja að
sumarið kíki aðeins í heimsókn á miðvikudaginn 25
júní og af því tilefni ætlum við að halda sumarhátíð
í leikskólanum frá kl. 10:30 - 13:00. Settar verða
upp ýmsar stöðvar á útileiksvæðinu og hvetjum við
foreldra að fjölmenna
|
|
Laus störf við leikskólann Laut
Deildarstjóra vantar til starfa í
leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að
ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00 . Laun eru
samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Viðkomandi
þarf að geta hafið starf 13.ágúst n.k.
Leikskólakennara vantar til starfa í
leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að
ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00. Laun eru
samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Viðkomandi
þarf að geta hafið starf 13.ágúst n.k.Leikskólinn er
fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða -
6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni grein" og vinnum
eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar.
Gleði , hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans.
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf til að nota starfsheitið
leikskólakennari.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum
börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Vakin er athygli á því að ef ekki
fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað
háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt
sem konur eru hvattir til að sækja um.Umsóknir berist til leikskólastjóra í
síma 426-8396, 893-4116 og 6607317 eða á
netfangið gleik@grindavik.is
Endurnýja
þarf eldri umsóknir.Umsóknarfrestur er til 1.júlí
2014 |
21.maí
Kæru foreldrar og Stjörnuhópur innilegar
hamingjuóskir með útskriftina í gær. Við fögnuðum
ekki eingöngu þessum merka áfanga í lífi
Stjörnuhópsbarna í gær sem jú útskriftin er.
Leikskólinn Laut fagnaði því einnig að átta ár eru
liðin frá því að við fluttum í nýtt og betra
húsnæði.
Áætla má að ríflega hundrað manns hafi verið
viðstaddir útskriftina í gær og viljum við nota
tækifærið og þakka ykkur kærlega fyrir komuna.
Begga og Lára í eldhúsinu sáu um að enginn
væri svangur í gær en veisluborðið hreinlega
svignaði undan kræsingum.
Geisladiskur með myndabandi og myndum frá starfi
vetrarins verður að öllum líkindum tilbúin eftir
helgi en öll Stjörnuhópsbörn fá að sjálfsögðu sitt
eintak.
Myndir frá útskriftinni má sjá
hér |
Stjörnuhópur útskriftarferð 16.maí.
Föstudaginn 16. maí verður farið í
útskriftaferð með elsta árganginn í Laut. Lagt
verður af stað frá Leikskólanum Laut upp úr 9:00.
Komum í Sorpu um 10:00 og síðan á Árbæjarsafnið um
11:30. Þar fáum við okkur samlokur og safa að
drekka. Þar fáum við fræðslu um gamla muni og gamla
tímann. Leikum við okkur inni og löbbum um
útisvæðið. Áætlað að vera komin í leikskólann um
14:00 og þar fáum við pizzu. Dagskrá lýkur 15:00 og
fara þá börnin sem eru með viðveru lengur en það inn
á sína heimastofu og hin sótt.
Sveitaferð 20.maí
Farið verður með þrjá elstu árganga leikskólans
(2008, 2009 og 2010) í sveitaferð þriðjudaginn 20.
maí. Lagt verður af stað frá leikskólanum um 9:45
og áætlað að koma þangað kl 11:30. Grillaðar verða
pylsur og boðið upp á drykk. Heimkoma um 15:30.
Gott að vera með aukafatnað og útiföt í
bakpoka/tösku.
Útskrift Stjörnuhóps 22.maí
Fimmtudaginn 22. maí er útskrift hjá Stjörnuhóp.
Stjörnuhópsbörn ásamt fjölskyldum sínum er boðið í
athöfnina og byrjar hún 14:30 á Akri.
|
15.apríl
Minnum á páskaeggjaleitina sem Foreldrafélagið
stendur fyrir á morgun Skírdag kl. 11:00 á
leikskólalóðinna, einnig viljum við minna á
starfsdaginn sem verður þriðjudaginn 22.apríl en
þann dag er leikskólinn lokaður. |
11.apríl
Laus störf við leikskólann Laut
Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum
Laut í Grindavík. Um 87,5% starf er að ræða.
Vinnutími frá kl. 08:00-15:00. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi leikskólakennara. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf 15. maí n.k.
Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum
Laut í Grindavík. Um 80% starf er að ræða. Vinnutími
frá kl. 08:00-16:00, fjóra daga vikunnar. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi leikskólakennara. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf 1. maí n.k.
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn
frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni
grein" og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni -
Uppeldi til ábyrgðar.
Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans.
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf til að nota starfsheitið
leikskólakennari.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum
börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til
greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða
leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir
til að sækja um.
Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið gleik@grindavik.is
nánari
upplýsingar
í síma 426-8396, 893-4116 og 6607317
Endurnýja þarf eldri umsóknir.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2014
|
7.apríl
Lýðræði og frumkvæðni eru allsráðandi
í Lautinni þessa dagann. Upp kom sú hugmynd að vera
með kofabyggð í vor og sumar í leikskólanum. Finna
þurfti byggingarlóð, sækja um byggingarleyfi o.fl.
Einnig viljum við hér með óska eftir timbri,
brettum, nöglum og hömrum. En hvað um það látum
myndirnar tala sjá
hér
|
31.mars
Börnin í Haga eru að hefja þemavinnu þessa daganna
og fyrir valinu var Hafið og allt sem að því
tengist. Í morgun var komið að því að kryfja fisk,
nánar tiltekið ufsa. Sumum leist nú ekkert á blikuna
á meðan aðrir hentu sér í verkefnið en látum
myndirnar tala sjá nánar
hér. |
28.mars
Kæru foreldar
Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í
viðhorfskönnunni á vegum
leikskólapúlsins,,,,,,,,,,,,hvetjum ykkur til að
segja ykkar skoðun, hún er mikilvæg fyrir okkur svo
að við getum gert gott starf betra |
12.mars
Opnun listasýningar
Föstudaginn
14.mars kl. 14:30 verður formleg opnun
sameiginlegrar listasýningar Lautarbarna og
Króksbarna í húsnæði Sparisjóðsins í
verslunarmiðstöðinni. Elstu börnin í Laut verða
viðstödd og hvetjum við foreldra einnig að mæta.
|
11.mars
Kæru
foreldrar.
Næstkomandi laugardag er listaverkasala og sýning
barnanna okkar hér á Leikskólanum Laut frá kl.
11:00-13:00
Við í foreldrafélaginu viljum því leita til ykkar
eftir aðstoð með veitingar á hlaðborðið ef þið hafið
tök á því, það er alls EKKI skilyrði að koma með
kökur eða annað bakkelsi en undanfarin ár hefur
borðið svignað undan glæsilegum kræsingum frá ykkur
og flestir eru sammála um það að Menningarvikan
hefjist með sýningunni á Laut.
Við munum taka við veitingum í eldhúsinu frá kl.
10:30.
Kær kveðja Foreldrafélagið. |
6.mars - Uppeldisnámskeið
Grindavíkurbær stendur fyrir uppeldisnámskeiði fyrir
foreldra barna á leikskólaaldri á frábæru verði.
Efni námskeiðsins byggir á bókinni Uppeldisbókin
– að byggja upp færni til framtíðar.
Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar
er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og
stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar
aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum
leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa
æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem
líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar.
Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni,
laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja
erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta
öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri
og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að sækja
það á meðan barnið er sex mánaða til 3ja ára.
Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir og nær
yfir 4 vikur. Tímar eru einu sinni í viku, tvær
klukkustundir í senn, frá klukkan 17.00 – 19.00 í
leikskólanum Króki. Námskeiðsdagar eru:
Þriðjudaginn 18.mars
Fimmtudaginn 27.mars
Miðvikudaginn 2.apríl
Þriðjudaginn 8.apríl
Þátttakendur þurfa að skrá sig og er ætlast til að
mætt sé í öll fjögur skiptin. Nánari upplýsingar og
skráning í síma 4201116 eða á netfangið
ragnhildur@grindavik.is
Leiðbeinendur:
Bylgja Kristín Héðinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
á Króki og Björg Guðmundsdóttir Hammer,
leikskólakennari með M.Ed gráðu í sérkennslufræðum,
deildarstjóri á Króki.
Þáttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000
fyrir par. Innifalin eru námskeiðsgögn og
Uppeldisbókin.
|
4.mars
Upp hefur komið njálgur í leikskólanum, viljum við
benda ykkur á þessar leiðbeiningar ef grunur leikur
um þennan óbeðna gest sjá hér |
27.feb
Breytingar
á systkinaafslætti dagvistunar, leikskóla og
skólasels
Til að
bregðast við óskum foreldra hefur Grindavíkurbær
haft til skoðunar um nokkurt skeið að gera
breytingar á fyrirkomulagi systkinaafsláttar, þannig
að afsláttur komi fram milli mismunandi
dagvistunarúrræða. Breytingin felur það í sér að
foreldrar munu njóta systkinaafsláttar séu þau með
börn hjá dagforeldri og í leikskóla, svo dæmi sé
tekið. Í núverandi fyrirkomulagi fæst aðeins
systkinaafsláttur séu foreldrar með fleiri en eitt
barn í leikskóla eða skólaseli. Breytingin mun því
gera það að verkum að fleiri munu njóta afsláttar
þar sem hann gildir þvert á kerfið, fyrir allar
tegundir umönnunar, þ.e. dagforeldra, leikskóla og
lengda viðveru í grunnskóla. Tilgangurinn er að koma
betur til móts við barnafjölskyldur í Grindavík og
mun afsláttur fást vegna fleiri barna og í lengri
tíma en nú er. Hinsvegar munu afsláttarkjörin lækka.
Til skamms tíma munu því afsláttarkjör einhverra
foreldra lækka, en þau munu haldast til lengri tíma
og því mun ávinningurinn vera meiri þegar á heildina
er litið.
Þann 1. mars næstkomandi
mun hið nýja fyrirkomulag taka gildi. Breytingarnar
eiga að gerast sjálfkrafa vegna barna sem eru nú
þegar í þjónustunni, en nýir umsækjendur munu sækja
um afslátt í nýrri íbúagátt bæjarins
https://one.kerfisveita.is/grindavik/OnePortal/login.aspx
Föstudaginn 28.feb er starfsdagur í leikskólanum og
þann dag er leikskólinn lokaður
|
25.feb
Kæru foreldrar
Föstudaginn 28.feb er starfsdagur í leikskólanum og
þann dag er leikskólinn lokaður |
20.feb
Mömmu og ömmukaffi - mánudaginn 24.feb - kl.08:30
Eins og flestir vita er konudagurinn n.k.
sunnudag og af því tilefni ætlum við að bjóða mömmum
og ömmum í morgunkaffi í Lautinni frá
kl.08:30-10:00. mánudaginn 24 .feb Boðið
verður upp á rjúkandi kaffi, gulrótarbollur Beggu og
heitt kakó. Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn |
7.feb
Að gefnu tilefni viljum vð biðja foreldar að
virða dvalartíma barna sinna og þar með starfsemi
leikskólans sem og vinnutíma starfsfólks. |
7.feb
Veikindi
Útivist barna er snar þáttur í starfi leikskóla.
Mikilvægt er því að börnin taki þátt í henni. Sumir
foreldrar hafa tilhneigingu til að óska eftir
inniveru fyrir börn sín í því skyni að verja þau
gegn sýkingu og öðrum veikindum. Það er ekkert sem
bendir til þess að börn sýkist fremur í útilofti en
innandyra.
Við bjóðum
ekki upp á inniveru barna sem fyrirbyggjandi aðgerð
til að koma í veg fyrir veikindi, enda þrífst
kvefveiran betur innanhúss en utan. Eftir
veikindi er möguleiki á styttri útiveru.
Fróðleiksmoli: Kvef er algengast í börnum og talið
er að hvert barn fái kvef 6-10 sinnum á ári. Kuldi
veldur ekki kvefi, heldur berast veirur með úðasmiti
milli manna. Einkenni koma fram 1-3 dögum eftir
smit en mikilvægt er að skýla öndunarfærum þegar
hóstað er og þvo sér vel um hendur. Veirur sem
valda kvefi lifa
|
31.jan
Nú um mánaðarmótin verða starfsmannabreytingar í
Lautinni. Dagmar deildarstjóri á Múli heldur til
annarra starfa og óskum við hennar velfarnaðar og
þökkum fyrir ánægjulegt samstarf. Við hennar starfi
tekur Lóa sem starfað hefur á Haga. Sæborg
leikskólakennari mun taka við starfi Lóu inn á Haga. |
28.jan
Það hreinlega fyllist leikskólinn síðastliðinn
föstudag þegar hið árlega Pabba og afakaffi var
haldið. Kærar þakkir fyrir komuna sjá myndir
hér |
22.jan
Föstudaginn 24.jan er Bóndadagur og af því
tilefni ætlum við að halda hinn hefðbundna Pabba og
afadag í leikskólanum. Frá kl. 08:30-10:00 verður
herramönnunum boðið upp á hákarl, harðfisk og annað
góðgæti. Hvetjum við sem flesta að koma og eiga góða
stund saman í morgunsárið
|
22.jan
Kæru foreldrar .
Nýverið hefur verið tilkynnt um lús, einungis
eitt tilflli. Æskilegt er að foreldrar kembi hár
barna sinna. Vinsamlegast látið deildarstjóra vita
ef að þið verðið vör við lús í hári barna ykkar.
sjá nánar
hér
Leikskólastjóri |
3.jan.
Kæru foreldrar minnum á starfsdaginn á mánudaginn
6.janúar en þann dag er leikskólinn lokaður |
Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra
gleðilegra jóla og þökkum samveruna á árinu sem er
að líða.
Viljum við einnig minna á starfsdaginn sem er
6.janúar en þann dag er leikskólinn lokaður.
Gleðileg jól
|
20.des
Fengum aldeilis óvæntan gest í morgun. Í
útverunni í morgun birtis allt í einu jólasveinn
nánar tiltekið hann Stúfur. Hann hoppaði yfir
grindverkið, gaf börnunum smáköku, dansaði og söng
með þeim úti, sjá myndir
hér |
20.des
Við kunnum að skemmta okkur sjálf hér í
Lautinni. Skapast hefur sú hefð hér í Laut að
starfsfólkið taki sig til og setji upp smá leikþátt
í desember byggðan á sögunni Grýlusaga eftir
Gunnar Karlsson. Að venju skemmtu bæði fullorðnir og
börn sér vel eins og sjá má á myndunum
hér |
17.des
Mörgum er í nöp við snjóinn en það á ekki við börnin
og starfsfólk í Lautinni, við notuðum tækifærið í
dag að búa til þennan líka fína snjókarl sjá myndir
hér |
16.des
Upp hefur komið njálgur í leikskólanum, viljum við
benda ykkur á þessar leiðbeiningar ef grunur leikur
um þennan óbeðna gest sjá hér |
16.des
Jólaballið í Lautinni var aldeilis skemmtilegt
og fjölmennt þetta árið, dansað var í kringum
jólatréð og tveir jólasveinar mættu á svæðið, öll
börn sem vildu fengu mynd af sér með sveinka ef að
þau vildu , sjá myndir
hér. |
13.des
Jólasamvera á sal skólans var í morgun, öll
börnin komu saman og sungu jólalög, síðan kom
áttundi bekkur í heimsókn og söng fyrir okkur. Í
hádeginu var sannkallaður jólamatur sem þær Begga og
Lára elduðu handa okkur , sjá myndir
hér |
12.des
Börnin í Laut fengu aldeilis glaðning í morgun
þegar að hún Rannveig í Foreldrafélaginu kom og
afhenti öllum börnunum bókargjöf frá
Foreldrafélaginu, kæra þakkir fyrir okkur :) sjá
myndir
hér
12.des
Við fórum öll í Friðargönguna á miðvikudaginn
síðasta , þetta var góð stund og hressandi að fara í
göngutúr svona snemma í morgunsárið. Nemendur úr
Grunnskólanum mættu í leikskólann kl. 08:00 og
hjálpuðu okkar að klæða börnin og fylgjast með þeim
í göngunni. Síðan þegar heim var komið var öllum
boðið upp heitt kakó og smákökur , sjá myndir
hér. |
10.des
Friðargangan verður á morgun miðvikudag,11.des
við munum leggja af stað kl.08:45 stundvíslega og
viljum við biðja þá foreldra sem eru með börn sem
eru með vistun frá kl.09:00 að mæta kl.08:45 með
börnin klædd. Foreldrar eru velkomnir með okkur og
endilega komið með vasaljós vel merkt. |
5.des
Kæru foreldrar , Myndirnar frá Oddgeiri eru
komnar vinsamlegast snúið ykkur til Bínu
leikskólastjóra . Athugið að myndirnar verða
eingöngu afhentar ef búið er að borga fyrir
myndirnar. |
5.des
Börnin fóru í hina árlegu kirkjuferð á
þriðjudaginn, sjá myndir
hér |
5.des
Tilkynning frá Foreldrafélaginu
Hið árlega jólaball Foreldrafélagsins verður
sunnudaginn 15.des. á sal skólans. Eldri börnin mæta
kl. 13:00 og yngri mæta kl.14:30. Dansað verður í
kringum jólatréð og aldrei að vita nema að
jólasveinninn mæti á svæðið. |
2.des
Stjörnuhópur fór í skemmtilega heimsókn í
Miðgarð á dögunum. Þegar börnin okkar komu var
byrjuð morgunleikfimi og að sjálfsögðu skelltu
börnin sér með í leikfimina. Börnin vildu svo
endilega sýna heldri borgurum hvernig æfingar þau
gerðu, einn sýndi breakdans og önnur fór í splitt.
Sjá myndir
hér |
28.nóv
Hádegisverðargjald hækkar frá og með 1.jan 2014
úr 4,390 kr í 4,570 kr. Morgunmatur og
síðdegishressing hækkar úr 2,320 kr í 2,410 kr.
Tímagjald fyrir vistun helst óbreytt. |
26.nóv
Kæru foreldrar
okkur sárvantar jólakúlur til að föndra með......eru
einhverjar jólakúlur heima hjá þér sem að þú mátt
missa ? |
22.nóv
Kæru foreldrar
Myndirnar frá Oddgeiri eru komnar í hús.
Vinsamlegast snúið ykkur til deildarstjóranna og
fáið nánari upplýsingar varðandi pantanir og
greiðslu. |
22.nóv
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hér í
Lautinni síðastliðinn föstudag. Sverrir Vilbergsson
kom og las sögu fyrir elstu börnin. Síðan var
börnunum skipt í hópa eftir aldri og lesið var fyrir
öll börnin. Ýmsar sögur voru lesnar t.d. jóga og
teygt aðeins á sér leiðinni,sagðar sögur
o.fl. sjá myndir
hér |
21.nóv
Minnum á að í dag er síðasti dagurinn er
viðhorfskönnunin vegna sumarlokunnar verður opinn,
hvetjum ykkur til að taka þátt. |
18.nóv
Kæru foreldrar
Síðast liðið haust var lögð viðhorfskönnun fyrir
foreldra barna í leikskólanum Laut. Var meðal annars
kannað viðhorf foreldra til sumarlokunnar
leikskólans. Komu fram athugasemdir og ábendingar
vegna þessa. Því var ákveðið að kanna viðhorfið
nánar og er það hluti af endurmati leikskólans.
Búið er að senda könnunina í tölvupósti til ykkar.
Könnunin er nafnlaus og verða niðurstöður hennar
birtar á heimasíðu leikskólans. Ef að þið hafið ekki
fengið tölvupóst vinsamlegast sendið tölvupóst á
freda@grindavik.is
Kær kveðja |
14.nóv
Dagskrá fyrir nóv og des er komin inn á
jólasíðuna okkar sjá nánar
hér |
8.nóv
Þriðjudaginn 12.nóv verður myndataka hér í Laut.
En hann Oddgeir ljósmyndari kemur um kl.10:00 og mun
bæði taka hópmyndir -á hverri heimastofu,
einstaklingsmynd og myndir af systkinum.
|
6.nóv
Rýmingaræfingin gekk stórvel í Lautinni í
morgun. Viljum við þakka það góðum undirbúningi með
börnum og starfsfólki. Börnin hafa fengið fræðslu um
hvað eigi að gera ef að viðvörunarkerfið fer í gang
og starfsfólk hefur farið vel yfir sín hlutverk. Frá
því að viðvörunarkerfið hringdi og allir voru komnir
úr húsi liðum líklega um 2- 3 mín. Síðan héldu allir
kyrru fyrir á sínum söfnunarstað og biðu þess að
mega fara aftur inn, svolítið kalt en við
sungum,dönsuðum og hoppuðum í okkur hita.
Síðan verður fundað með slökkviliðsstjóra og við
berum saman bækur okkur hvað gekk vel og hvað má
betur fara. Myndir frá æfingunni má sjá á
myndasíðunni okkar eða smella
hér. |
Kæru foreldrar
Miðvikudaginn 6.nóv. um morguninn verður
rýmingaræfing með Slökkviliði Grindavíkur.
Viðvörurnarkerfið verður ræst og munum við rýma
húsið. Við leggjum áherslu á að allir haldi ró
sinni svo enginn verði hræddur.kær kveðja
Stjórnendur.
|
30.okt
Tilkynning frá Foreldrafélaginu
Foreldrafélagið ætlar að bjóða til sölu hinn
sívinsæla Frigg fatnað frá 66 norður núna i
nóvember. Hægt verður að kaupa leggings og peysur í
svörtum lit.
Við verðum í leikskólanum mánudaginn 4.nóv á milli
kl 14:00-16:00 þar sem við munum taka á móti
pöntunum og greiðslu.
Ef þessi tími hentar ekki, má hafa samband við
einhvern af stjórnarmeðlimum foreldrafélagsins og
við finnum hentugan tíma.
Peysan kostar 5,500 kr og buxurnar 4,800 kr.
Athugið að við pöntun verður að berast greiðsla. Með
von um góðar undtektir.
Kveðja frá stjórnarkonum
Anna Karen, Birna, Helga Fríður, Kristín Heiða,
Margrét Erla, Rannveig og Sæbjörg |
29.okt
Kæru foreldrar
Að gefnu tilefni viljum við benda á að
viðmiðunarreglur varðandi aldur barna sem sækja /
koma með börn í
leikskólann er 12 ára
Sjá nánar
hér
|
16.okt - Starfsdagur
Mánudaginn 21.okt er starfsdagur í Laut, þann dag er
leikskólinn lokaður
|
15.okt
Leikskólinn Laut er Grænfánaskóli, og viljum
við leggja okkar að mörkum í þeim efnum. Eitt af
þeim verkefnum er endurnýting t.d. á pappír.
Hlíðarbörn og kennarar hafa verið að vinna að
skemmtilegur verkefni.
Börnin í Hlíð hafa verið að tína ber og ýmsar gerðir
laufblaða í náttúrunni í vettvangsferðunum sem þau
fara í einu sinni í viku.
Síðan tættu börnin niður blöð og tóku tættan pappír
úr tætaranum og lögðu í bleyti fyrir helgi og síðan
í dag var pappírinn tilbúinn í pappamassagerðina.
Bættum við síðan út í pappírsmaukið
veggfóðurslími.Börnin mótuðu síðan skálar og
skreyttu með berjum og laufblöðum og bíða allir
spenntir að sjá útkomuna eftir nokkra daga. Sjá
myndir
hér |
11.okt
Bleikur dagur í Lautinni í dag sjá myndir
hér. |
10.okt
Á morgun föstudag verður bleikur dagur í
leikskólanum, hvetjum við alla sem vilja að mæta í
einhverju bleiku |
4.okt
Kæru foreldrar
Upp hefur komið njálgur í leikskólanum, viljum
við benda ykkur á þessar leiðbeiningar ef grunur leikur um þennan
óbeðna gest sjá
hér |
3.okt
Foreldrafærninámskeiðið UPPELDI
SEM VIRKAR - FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR mun
hefjast að nýju þann 16. október og verður
haldið í leikskólanum Laut. Námskeiðið verður á
miðvikudögum kl. 17:00 – 19:00 í fjögur skipti.
Leiðbeinendur: Ragnhildur Birna Hauksdóttir,
leikskólaráðgjafi/fjölskyldumeðferðarfræðingur og
Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir, leikskólakennari og
deildarstjóri á Króki.
Skráning og frekari upplýsingar má nálgast í síma
420 1116 eða með því að senda tölvupóst á ragnhildur@grindavik.is
Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala,
sími og netfang forsjáraðila, kennitala barns og
velja þarf námskeiðstíma. Námskeiðið gagnast best ef
báðir foreldrar mæta.
Þáttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000
fyrir par. Innifalin
eru námskeiðsgögn og Uppeldisbókin. |
13.sep
Starfsáætlun 2013-2014 er nú aðgengileg á
heimasíðu leikskólans og viljum við hvetja ykkur til
að kynna ykkur þessa skýrslu sjá nánar
hér. |
11.sep
Fjölmenni var á foreldrafundi og aðalfundi
Foreldrafélagsins í gær í Lautinni. Fyrst var fundað
með foreldrum Stjörnuhóps og vetrarstarfið kynnt.
Síðan var almennur fundur þar sem Ragnhildur
leikskólaráðgjafi hélt stutt erindi um mikilvægi
samstarfs heimili og leikskóla. Bína leikskólastjóri
fór yfir starf vetrarins og Stína fór yfir
fyrirkomulag sérkennslunnar. Aðalfundur
Foreldrafélagsins tók síðan við með hefðbundin
störf, farið yfir ársreikning o.fl. Foreldrafélagið
færði síðan leikskólanum fjórar myndavélar að gjöf
og viljum við þakka innilega fyrir þessa frábæru
gjöf. Síðan var boðið upp á súpu og brauð. Kærar
þakkir fyrir góðan fund. myndir sjá
hér. |
10.sep
Starfsdagur
Sælir foreldrar góðir
Minnum á
starfsdag Grindavíkurbæjar sem er
fimmtudaginn 12.sep en þann dag er
leikskólinn lokaður
Viljum benda
á skóladagatal Lautar en þar er að finna
ýmsar gagnlegar upplýsingar t.d.
starfsdagar o.fl.
Sjá nánar
hér
|
9.sep
Foreldrafundur - foreldrafundur
Kæru foreldrar.
Þriðjudaginn 10.sep verður foreldrafundur í
Lautinni. Dagskrá fundarins er:
kl.17:30 Fundur með foreldrum barna í
Stjörnuhóp.
kl.18:00 Almennur upplýsingafundur
kl.18:30 Aðalfundur Foreldrafélagsins.
Síðan verður boðið upp á súpu og brauð að loknum
fundarhöldum. Hvetjum sem flesta foreldra að mæta.
|
3.sep
Eins og flestir vita hefur Bókabúð Grindavíkur
hætt rekstri sem er vissulega miður. En nú í vikunni
kom hún Sara Símonardóttir færandi hendi og gaf
leikskólanum ýmsar vörur sem eftir voru í
Bókabúðinni. Stílabækur,lím, skæri o.fl.
Viljum
við nota tækifærið og þakka þeim hjónum Ginnu og
Símon innilega fyrir að hugsa svona vel til okkar.
Þetta verður svo sannarlega notað í starfinu hér í
Laut.
Myndir
sjá
hér.
|
21.ágúst
Nú eru flestir nemendur komnir aftur eftir gott
sumarfrí. Einnig er hafin aðlögun nýrra nemenda á
Múla og Eyri. Elstu Eyrarbörnin og Múlabörnin eru
flutt á Haga og Hlíð.
Þetta eru miklar breytingar fyrir alla og gefum við
okkur góðan tíma til að aðlagast.
Benóný og Elva hættu störfum um sumarfrí og óskum
við þeim alls hins besta í framtíðinni.
Nýir starfsmenn tóku til starfa eftir sumarfrí en
þeir eru:
Auður Edda - leiðbeinandi - Hlíð
Vigdís - leiðbeinandi - Hagi
Sæbjörg - leiðbeinandi - flakkari
Ágústa - þroskaþjálfi / stuðningur
Einnig hafa orðið nokkrar tilfæringar á starfsfólki
innan leikskólans. Jafnframt því hefur vinnutími
nokkra starfsmanna breyst.
Við hlökkum öll til að takast á við verkefni
vetrarins í Lautinni.
Einnig viljum við nota tækifærið og bjóða nýja
nemendur og fjölskyldur þeirra velkomin í Lautina. |
1.júlí
Atvinna – Leikskólinn Laut
Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum
Laut í Grindavík. Um 80% starf er að ræða. Vinnutími
frá kl. 08:00-16:00 fjóra daga í viku. Leikskólinn
er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá 18
mánaða - 6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni grein" og
vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til
ábyrgðar.
Gleði , hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans.
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf til að nota starfsheitið
leikskólakennari.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum
börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Vakin er athygli á því að ef ekki fæst
leikskólakennari kemur til greina að ráða annað
háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt
sem konur eru hvattir til að sækja um.
Umsóknir
berist til leikskólastjóra í síma 426-8396, 893-4116
og 6607317 eða á netfangið
gleik@grindavik.is
|
25.júní - Óskilamunir
Kæru foreldrar
Viljum benda ykkur
á að mikið hefur safnast upp af óskilafatnaði hjá
okkur. Vinsamlegast athugið hvort að einmana
sokkar,vettlingar o.fl. er á óskilaborðinu í Rásinni
við innganginn í Hlíð.
|
20.júní
Nú er sumarið komið :) Mikið fjör og mikið gaman
í Lautinni í dag er hin árlega sumarhátíð var haldin
í blíðskaparveðri. Settar voru upp ýmsar stöðvar svo
sem smíðahorn,sápukúlur,andlitsmálning o.fl. ´Síðan
var boðið upp pylsur og ís í eftirrétt í hádeginu.
Viljum þakka kærlega öllum þeim gestum sem komu og
áttu með okkur ánægjulega stund. Sjá myndir
hér |
18.júní
Sumarhátíð - Sumarhátíð - Sumarhátíð fimmtudaginn
20.júní kl. 10:30
Hin árlega sumarhátíð í samstarfi við
Foreldrafélagið verður n.k. fimmtudag 20.júní kl.
10:30. Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu svo sem
andlitsmálningu,tónlistarhorn,sápukúlur, krítar
o.fl. Svo verður boðið upp á pulsupartý, hvetjum við
foreldra til að koma og fagna sumrinu með okkur. |
18.júní- Fótboltavöllur og lýðræði
Í aðalnámskrá leikskóla er einn af grunnþáttunum
Lýðræði og mannréttindi og segir m.e.a.s. að í
lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra
álitamála og taka virkan þátt í mótun samfélagsins.
Forsenda lýðræðis er samábyrgð,meðvitund og virkni
borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að
móta samfélag sigg og hafa áhrif fjær og nær.
Hér í Lautinni eru margir efnilegar fótboltahetjur
sem spila fótabolta eins og enginn væri
morgundagurinn. Einn daginn komu þau að máli við
kennara og kvörtuðu sáran yfir ástandi
fótboltavallarins en hann er vægast sagt í hræðilegu
ástandi sjá
myndir hér. Kennarinn spurði þau hvað hægt væri
að gera til að laga fótboltavöllinn og ekki stóð á
svarinu : Tölum við bæjarstjórann ! Næsta verk var
síðan að taka myndir og semja bréf og að lokum
skrifuðu þau undir undirskriftarlista en bréfið
þeirra hljóðið eitthvað á þessa leið:
Kæri
bæjarstjóri
Finnst þér fótboltavöllurinn okkar fallegur ? Okkur
finnst það allavega ekki. Fötin okkar og skórnir
okkar verða svo skítug. Okkur finnst svo gaman í
fótbolta. Viltu laga fótboltavöllinn fyrir okkur ?
Síðan var
arkað á fund bæjarstjórans og honum afhent bréfið.
Tók hann vel í erindi barnanna.
Sjá myndir hér. Á leiðinni aftur niðrá leikskóla
uppgötvuðu börnin að eitt gangbrautarljósið var
óvirkt og skunduðu börnin inn á lögreglustöð til að
tilkynna um bilun í gangbrautarljósi. Þessi börn eru
svo sannarlega til fyrirmyndar og eru virkir
þátttakendur í umhverfi sínu. |
11.júní
Flestir eru orðnir langþreyttir á þessari
rigningu en við ákváðum bara að nýta okkur hana til
hins ýtrasta. Þessi líka flotta vatnsrennibraut var
sett upp í brekkunni í morgun við mikinn fögnuð
barnanna eins og myndirnar
hér bera með sér. |
7.júní
Fengum heimsókn frá biskupi Íslands frú Agnesi M
Sigurðardóttir ásamt sóknarpresti okkar henni
Elínborgu og meðhjálparanum henni Mundu. Fengu þær
leiðsögn um skólann okkar og elstu börnin sungu. sjá
myndir
hér. |
6.júní
Myndir frá útskriftarferð Stjörnuhóps og
útskriftinni sjálfri er komnar á myndasíðu
Stjörnuhóps - sjá
hér |
29.maí
Jæja nú fer Sjóarinn alveg að skella á. Á morgun
fimmtudag munum við skreyta grindverkið gegnt Nettó.
Stjörnurnar munu síðan fara með rútu í Bláalónið og
verða viðstödd þegar Bláfáninn verður afhentur.
Síðan mælumst við til þess á föstudaginn að allir
mæti í sínum hverfalitum |
28.maí
Kæru foreldrar- Stjörnuhópsbarna
Á morgun miðvikudaginn 29.maí fara Stjörnurnar í
Umferðarskólann, lagt verður af stað frá
leikskólanum kl. 08:30. Viljum við benda þeim
foreldrum sem koma með börn sín kl. 09:00 í
leikskólann að mæta kl. 09:00 í leikskólann Krók en
Umferðarskólinn verður þar. |
27.maí
Í síðustu viku voru liðinn sjö ár frá því að við
fluttum í nýtt húsnæði. Á miðvikudaginn sama dag
fengum við Grænfánann afhentan í annað sinn. Þemað
dagsins var grænn og komu bæði börn og kennarar í
grænum fötum þennan dag. Einnig heimsóttu okkur börn
frá Króki sem færðu okkur gjöf. En þau hafa
undanfarin ár staðið í paprikurækt og þau færðu
okkur að gjöf bæði papriku úr uppskerunni en einnig
voru þau búin að setja niður paprikufræ og færðu
okkur , svo nú er bara að hlú vel að
paprikuplöntunni og bíða þolinmóð eftir uppskerunni.
Einnig komu þó nokkrir foreldrar, skólastjóri
grunnskólans Halldóra, ásamt Ásrúnu deildarstjóra í
Hópsskóla en þeir skólar hafa einmitt hafið ferlið
að verða skólar á grænni grein, einnig komu Róbert
bæjarstjóri ásamt Steina upplýsingafulltrúa.
Síðan var boðið upp á græna ávexti og grænmeti. sjá
myndir á myndasíðu Lautar eða smella
hér.
|
21.maí
Útskrift Stjörnuhóps
Því miður urðu smá mistök þegar miðar voru sendir út
með Stjörnuhóp en útskriftin er FÖSTUDAGINN kl.
14:00 á sal skólans
|
21.maí
Kæru foreldrar
Á morgun 22.mai
miðvikudag á 7 ára afmæli skólans kl.10:30
munum við fá afhentann Grænfánann í annað sinn.
Að því tilefni viljum við bjóða ykkur að
samgleðjast okkar. Þema dagsins er grænn og að
sjálfsögðu munu allir mæta í grænum og vænum
fötum þennan daginn.
|
22.apríl
Kæru foreldrar
Föstudaginn
26.apríl og mánudaginn 29.apríl verða starfsdagar í
leikskólanum og þá daga er leikskólinn lokaður.Hluti
starfsfólksins ætlar að fara í víking til Osló og
kynna sér leikskólastarfsemi þar en þeir sem eftir
verða heima munu kynna sér leikskóla í Reykjavík
ásamt því að vinna í leikskólanum, fyrirlestur ofl. |
18.apríl
Leikskólinn Laut er Grænfánaleikskóli og við viljum
leggja okkar að mörkum til að varðveita náttúruna og
gera nemendur okkar meðvitaða um náttúruvernd.
Hlíðarbörn brugðust því fljótt við tilmælum þess
efnis að taka þátt í Hreinsunarátakinu - Einn
ruslapoki. Þau örkuðu niður í Olís og fengu ekki
einn heldur þrjá ruslapoka. Síðan var farið um
nágrennið og börnin voru ekki lengi að fylla pokana
og fóru síðan með þá í ruslagámana á bak við Olís
bensínstöðin,
sjá myndir
hér |
18.apríl
Hlíðarbörnin hafa einnig verið að vinna með
þema. Þemað þeirra er húsdýr en hvert barn valdi sér
húsdýr sem að þau fræddust síðan meira um. Fljótlega
fara þau einnig að vinna að undirbúningi fyrir
Sjóarann síkáta. Sjá myndir frá þemastarfinu
hér. |
18.apríl
Jæja nú fer að styttast í Sjóarann síkáta og að
venju tökum við virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Börnin í Haga eru þegar byrjuð en þau hafa
undanfarið verið að vinna að þemanu - Hafið. Þau
hafa fengið fræðslu um fiska, hafið ofl. Einnig hafa
þau farið í vettvangsferðir í fjöruna, fiskmarkaðinn
, netaverkstæðið ofl. Fiskar hafa verið krufnir og
skoðaðir í krók og kima. Einnig hafa þau búið til
sína eigin fiska. Myndir frá þemanu má sjá á
myndasíðu Haga, sjá
hér. |
16.apríl
Kæru foreldrar
Við höfum stofnað Facebooksíðu fyrir leikskólann
og er slóðinn :
http://www.facebook.com/laut.leikskolinn
endilega bætið okkur við
vinalistann. Við munum setja þarna inn ýmsar
hagnýtar upplýsingar og tilkynningar varðandi
leikskólann. |
8.apríl
Kæru foreldrar
Sumarfrí leikskólans 2013 verður frá og með
miðvikudeginum 10 júlí ( þann dag er lokað ) og
opnum aftur miðvikudaginn 14.ágú
|
8.apríl
EKKI MEIR - Vinnum gegn ofbeldi.
Fræðsluerindi um
einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður
haldið þriðjudaginn 9. apríl kl. 17.30 – 19.00 í
Hópskóla, Grindavík.
Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og
höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í
aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla,
íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Það sem
Kolbrún fjallar um er:
Staðarmenningin og starfsfólkið.
Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum, skólum og í
félögum.
Birtingamyndir eineltis.
Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni.
Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina.
Viðbrögð við kvörtun um einelti, vinnsla málsins frá
tilkynningu til málaloka.
Helstu mistök í eineltismálum
Það er forvarnarnefnd UMFG og Æskulýðsvettvangurinn
sem stendur fyrir erindinu.UMFG hvetur þátttakendur
til þess að koma með hugmyndir að slagorði um
einelti. Veitt verða verðlaun fyrir best heppnaða
slagorðið. Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins
gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og
eineltis veggspjaldi verður dreift á erindinu. Á
erindinu verður jafnframt hægt að nálgast bókina
EKKI MEIR á kostnaðarverði.
Léttar kaffiveitingar í boði.Allir velkomnir!
|
25.mars
Viljum endilega benda ykkur á frábært myndaband
sem hún Kristín okkar Páls tók og klippti saman af
vetrarstarfinu okkar og var sýnt í Kvikunni í
Menningarvikunni. Sjá
hér |
25.mars
Páskaeggjaleit
Fimmtudaginn 28.mars nk.
(Ath. Skírdagur)
stendur Foreldrafélagið fyrir páskaeggjaleit fyrir
börnin á leikskólanum Laut. Leitin hefst kl.
10:30 og verður haldin á útileiksvæðinu.
Áætlaður tími í leitina er um 30-40 mín.
Páskaeggjaleitin er nýlegur liður í starfinu og
hefur orðið að skemmtilegri hefð hjá okkur í
Foreldrafélaginu. Við hvetjum alla til að mæta og
taka þátt með börnunum.
Við viljum þó taka fram við foreldra að virða það
að páskaeggjaleitin er hugsuð fyrir leikskólabörnin
þó systkinum og öðrum er velkomið að hjálpa til.
Kveðja frá Foreldrafélaginu
|
8.mars
Við erum komin í samvinnu með sambýlinu og mun
samvinnan vera þannig háttað að við förum með
barnahóp í heimsókn til þeirra og þau koma svo til
okkar. 6 börn fóru ásamt kennara í heimsókn
fimmtudaginn 21 febrúar. Tekið var vel á móti þeim,
sungin voru nokkur lög og snædd hressing yfir
spjalli. Sjá myndir
hér. |
6.mars
Listaverkasala/-sýning barnanna
Laugardaginn 9.mars nk. milli kl
11:00-13:00 verður hin árlega Listaverkasala/-sýning
leikskólabarna á Laut á vegum Foreldrafélagsins.
Frjáls framlög eru í listaverkin. Ágóðinn rennur í
sjóð barnanna á vegum foreldrafélagsins. Við hvetjum
sem flesta foreldra til þess að mæta og líta á
listaverk barnanna ásamt því að fá sér kaffi og
veitingar.
Allir eru velkomnir og um að gera að bjóða ömmum,
öfum, frænkum og frændum með.
Eins og kom fram verður boðið upp á
kaffihlaðborð og vill foreldrafélagið leita til
ykkar foreldra með veitingar á hlaðborðið ef þið
hafið tök á en það er ekki skilyrði.
Tekið er á móti veitingum frá
kl.10:30 á laugardagsmorguninn.
Eigum notalega stund saman í upphafi menningarviku í
Grindavík.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Foreldrafélagsins
|
1.mars
Innleiðing nýrrar menntastefnu - Lýðræði
Sveitarfélagið sótti um styrk í Sprotasjóð
og Skólaskrifstofan hefur yfirumsjón yfir þessu
verkefni og hafa allir skólar í Grindavík tekið þátt
í því. Við höfum verið að vinna í vetur að
innleiðingu nýrrar menntastefnu og aðlaga
skólanámskrár sveitarfélagsins í samræmi við nýjar
áherslur.
Einn grunnþáttur í nýju Aðalnámskránni er Lýðræði.
Ákveðið var að í framhaldinu að auka vægi barnanna í
ákvarðanatökum hér í Lautinni. Því var efnt til
lýðræðislegra kosninga þar sem börnin fengu sex
valkosti um hvað þau vildu sjá á matseðlinum í
marsmánuði. Hver og einn kaus og síðan var það
meirihlutinn sem réði, sjá
myndir hér. |
1.mars
Í dag er Alþjóðlegur hrósdagur, við ætlum að
vera dugleg að hrósa hvort öðru í Lautinni í dag sem
og öðrum.
Nýtum tækifærið og hrósum makanum, börnum okkar,
foreldrum, samstarfsfélögum, systkinum, frænkum og
frændum og öllum sem við þekkjum. Eitt hrós á dag
kemur hamingjunni í lag,“ |
1.mars
Uppbyggingarteymið okkar hér í Lautinni er búin
að útbúa þennan líka fína bækling sem er ætlaður til
kynningar á Uppbyggingarstefnunni bæði fyrir
foreldra og nýja starfsmenn sjá
hér. |
27.feb
Í gær kom Möguleikhúsið í heimsókn til okkar og
sýndi okkur leikritið Ástarsaga úr fjöllunum , voru
börnin vægast sagt hrifinn sem og starfsmenn.
Leikritið var í boði Foreldrafélagsins og þökkum við
kærlega fyrir okkur, ómetnalegt að eiga svona félag
í leikskólanum, sjá
myndir hér. |
27.feb
Það var glatt á hjalla í Lautinni á mánudaginn
þegar hið árlega mömmu og ömmukaffi var í tilefni
Konudagsins. Boðið var upp á heimabakað brauð og
snúða. Kærar þakkir fyrir komuna, sjá myndir
hér |
22.feb
Þriðjudaginn 26.febrúar kl. 10 býður foreldrafélagið
börnunum upp á leiksýningu í stað jólasýningarinnar
í ár. Leikritið sem varð fyrir valinu er „Ástarsaga
úr fjöllunum“ ogbyggir á hinni sívinsælu sögu
Guðrúnar Helgadóttur sem fjallar um tröllskessuna
Flumbru og tröllastrákana hennar átta. Sýningin er á
vegum Möguleikhússins. Heimasíðu leiksýningarinnar
má sjá hér: http://moguleikhusid.is/moguleikhusid/leiksyningar/astarsaga_ur_fjollunum/ |
21.feb
Rithöfundurinn Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir kíkti
til okkar í gær í Lautina og las upp úr bókum sínu,
þökkum kærlega fyrir okkur, sjá myndir
hér. |
21.feb
Mánudaginn 25.feb verður Mömmu og ömmukaffi í
Lautinni frá kl. 08:30-10:00. Við munum bjóða upp á
notalegaheit og kaffi og með því, vonumst til að sjá
sem flesta. |
21.feb
Uppeldi sem virkar - Færni
til framtíðar
Námskeiðið er ætlað foreldrum ungra barna til
að efla almenna uppeldisfærni og kenna aðferðir til
að fyrirbyggja erfiðleika og þróa styrkleika.
Námskeið hefjast 10. apríl í leikskólanum Króki.
Námskeið I: Miðvikudagar 10. 17. 24. apríl og
fimmtudagurinn 2. maí kl. 17:00 – 19:00
Námskeið II: Miðvikudagar 10. 17. 24. apríl og
fimmtudagurinn 2. maí kl. 19:30 – 21:30
Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin er í
síma 420 1116 eða á netfangið
ragnhildur@grindavik.is
Leiðbeinendur námskeið I: Ragnhildur Birna
Hauksdóttir,
leikskólaráðgjafi/fjölskyldumeðferðarfræðingur og
Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir, leikskólakennari og
deildarstjóri á Króki.
Leiðbeinendur námskeið II: Bylgja Kristín
Héðinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Króki og
Björg Guðmundsdóttir, leikskólakennari með M.Ed
gráðu í sérkennslufræðum, deildarstjóri á Króki.
Við
skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og
netfang forsjáraðila, kennitala barns og velja þarf
námskeiðstíma. Námskeiðið gagnast best ef báðir
foreldrar mæta.
Þáttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000
fyrir par. Innifalin eru námskeiðsgögn og
Uppeldisbókin. |
14.feb
Myndir frá Öskudeginum eru komnar inn á
myndasíðuna okkar, sjá
hér. |
11.feb
Foreldrar athugið
Miðvikudaginn 13.feb er Öskudagur og þá ætlum
við að slá köttinn úr tunnunni og margt fleira
skemmtilegt. Börnin mega koma í náttfötum eða
grímubúningum en við mælumst til þess að allir
aukahlutir svo sem töfrasprotar, byssur, sverð og
álíka sé skilið eftir heima. |
8.feb
Fengum heimsókn frá tveim harmonikkuleikurum
þeim Baldvini Arasyni og Þórólfi Þorsteinssyni ( Dói
) en þeir eru á vegum Harmonikkufélags Íslands.
Félagið er á ferðalagi um landið til að kynna þetta
merka hljóðfæri. Komið var saman á sal skólans og
spiluðu þeir nokkur lög, sungið var og trallað sjá
myndir
hér. |
6.feb
Kæru foreldrar
Enn og aftur er
allt orðið yfirfullt af óskilamunum hjá okkur.
Endilega skoðið hvort að eitthvað sem tilheyrir
ykkur sé á borðunum í Rásinni. Farið verður með alla
óskilamuni í Rauðakrossinn á föstudaginn |
30.jan
Foreldrar athugið
Mánudaginn 4.feb. er starfsdagur í leikskólanum og
þann dag er leikskólinn lokaður.
|
25.jan
Það var líf og fjör í Lautinni í morgun þegar
Þorrinn gekk í garð. Gífurlegur fjöldi af pöbbum,
öfum, langöfum og frændum mættu í morgunkaffi. Boðið
var upp á þorramat og rann hann ljúft niður, hákarl,
pungar, sviðasulta ofl. Nefndu reyndar nokkrir að
það eina sem að vantaði væri brennivínið :) Stína og
Laufey mamma Jónasar í Hlíð höfðu umbreytt
Bótinni í Víkingahelli þar sem hægt var að horfa á
mynd af víkingum og skoða ýmsa gamla muni. Þökkum
kærlega fyrir daginn og til hamingju með daginn
karlmenn :) Myndir frá deginum má sjá
hér.
|
24.jan
Við notum Tákn með tali í starfinu hér í Laut,
viljum benda ykkur á tengill hér á heimasíðunni þar
sem táknin eru sem við erum að taka fyrir hverju
sinni sjá
hér. |
23.jan
Janúarmánuður hefur verið örlítið frábrugðinn í
starfsmannahaldinu en vanalega. Við höfum verið með
vinnuskipti innan hús. Allir kennarar skipta um
heimastofu a.m.k. tvisvar og prufa að starfa á yngri
heimastofu og eldri heimastofu.
Deildarstjórar fara aftur á móti í vinnuskipti á
öllum heimastofum. Tilgangurinn með þessum
vinnuskiptum er að allir kennarar í leikskólanum fái
að kynnast starfinu sem best sem fram fer í
leikskólanum. Í lok vinnuskiptana skrá kennarar á
þar til gert eyðublað um ýmislegt sem viðkemur
vinnuskiptunum svo sem hvort að eitthvað hafi komið
á óvart, hvað hægt er að læra ofl.
Síðan verður unnið úr niðurstöðunum og vonandi
verður það til þess að við gerum gott starf betra.
|
22.jan
Föstudaginn 25.janúar á Bóndadaginn verður
Pabba og afakaffi í Lautinni. Bjóðum við pöbbum og
öfum í morgunkaffi frá kl. 08:15 - 10:00. Vonumst
til að sjá sem flesta og fagna Þorra með okkur.
|
4.jan
Málþing um
skólamál
Hvernig skólasamfélag viljum við hafa í
Grindavík? Ef þú vilt hafa áhrif á það, þá er
tækifærið á málþingi á laugardaginn 12. janúar kl.
11-13:30 í Grunnskólanum við Ásabraut. Þar verða
grunnþættir menntunar í sameiginlegum Aðalnámskrám
leik-, grunn- og framhaldsskóla kynntir, kallað
eftir hugmyndum og rætt hvernig best sé að vinna með
grunnþættina í skólastarfinu.
Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu að hætti
Höllu Maríu.
Við hvetjum alla til að taka þátt, enda þarf heilt
þorp til að ala upp barn.
Athygli er vakin á því að nauðsynlegt er að skrá
þátttöku í málþinginu til þess að auðvelda
skipulagningu. Skráningafrestur er til miðnættis
miðvikudaginn 9. janúar. Vinsamlegast skráið ykkur á
heimasíðu Grindavíkubæjar: www.grindavik.is/skraning
-
Nánari upplýsingar um málþingið
er aftast í síðustu útgáfu af Járngerði. Sjá hér.
-
Nánari upplýsingar um grunnþætti
menntunar og þróunarverkefnið í Grindavík er að
finna í Járngerði bls. 4 í 3.tbl. 2012. Sjá hér.
|
20.des
Sibbi kom í morgun í sína árlegu heimsókn í Lautina
og söng nokkur jólalög og spilaði á gítarinn og tóku
krakkarnir vel undir sjá myndir
hér.
|
20.des
Í gær fengum við góða heimsókn en eldri borgarar
komu í heimsókn í Lautina og sýndu okkur líndans.
Voru börnin sammála því að þetta hafi verið mjög
flottur dans. Börnin sungu svo jólalög og að
sjálfsögðu var boðið upp á kaffisopa eftir
línudansinn. Sjá myndir á
Jólasíðunni
eða smella
hér.
|
14.des
Á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 27.nóv
síðastliðinn var tilkynnt um hækkun á
þjónustugjaldskrá en almennt er hækkunin um 5 %. Ný
gjaldskrá fyrir leikskóladvöl tekur því gildi frá og
með 1.jan 2013. Gjaldskrána má sjá
hér.
|
Jólaball
Sunnudaginn 16.des verður hið árlega jólaball
Foreldrafélagsins á Leikskólanum Laut
Hlíð og Hagi frá kl. 13:00-14:00
Múli og Eyri frá kl. 14:30-15:30
Kristín
Pálsdóttir og Stefanía sjá um tónlistina og sjá til þess að allir
komist í jólastuð. Að sjálfsögðu verður líka Sveinki á ferðinni til
að gleðja börnin og hægt verður að taka myndir með honum á staðnum.
Foreldrafélagið býður upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Jólakveðja frá stjórn foreldrafélagsins
|
12.des
Kæru foreldrar
Upp hefur komið njálgur í leikskólanum, viljum
við benda ykkur á þessar leiðbeiningar ef grunur leikur um þennan
óbeðna gest sjá
hér
|
10.des
Hin árlega friðarganga Grindvíkinga verður
miðvikudaginn 12. desember n.k. Gangan er samstarfsverkefni
skólastofnanna í Grindavík. Gangan hefst kl. 09:00 og verður gengið
fylktu liði frá hverjum skóla að Landsbankatúninu. Markmið göngunnar
er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og
kærleika í samfélaginu.
Þegar komið er á Landsbankatúnið munu allir taka þátt í því að mynda
friðarhringi á túninu.
Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan verður örstutt þögn
þar sem hver og einn upplifir friðinn í sjálfum sér. Að lokum munu
allir syngja þrjú lög; Í skóginum stóð kofinn einn, Jólasveinar
ganga um gólf og Bjart er yfir Betlehem við undirleik Ingu
Þórðardóttur, skólastjóra Tónlistarskólans í Grindavík. Stúlknakór
Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Að loknum söng gengur hver hópur
til síns skóla.
Hvetjum foreldra til að ganga með okkur, endileg komið með vasaljós
og lýsum upp skammdegið. |
7.des
Kæru foreldrar
Í gegnum tíðina hefur Foreldrafélagið okkar boðið leikskólabörnunum
upp á leikrit í desembermánuði en vegna óviðráðanlegra orsaka
frestast leiksýningin og verður hún að öllum líkindum í janúar á
nýju ári, nánar auglýst síðar. |
30.nóv
Það hefur verið gestkvæmt í Lautinni í vikunni
en hin árlegu Foreldrakaffi voru í vikunni. Börnin
buðu upp á söng og piparkökur er þau höfðu bakað
sjálf. Virkilega góð mæting var á öllum heimastofum
og að sjálfsögðu erum við í skýjunum yfir þessum
flottu foreldrum, ömmum, öfum , frænkum og frændum
sem sáu sér fært að koma til okkar. Myndir frá
vikunni má sjá á Jólasíðunni
okkar eða smella
hér. |
23.nóv
Filippeyskur dagur var í Lautinni í dag. Þeir
Gabríel Máni og Kent Örn kynntu land sitt og þjóð ásamt henni Stínu.
Mamma hans Kents hún Charlyn kom með núðlurétt, vorrúllur og ferskan
kókosdrykk. Pabbi hans Gabríels
hann Hajie eldaði kjúklingasúpu fyrir okkur og
bakaði brauð. Síðan fengu allir eftirrétt. Skemmtilegur dagur -
myndir á myndasíðu
eða smella
hér |
21.nóv
Að gefnu tilefni
-
Börn sem
ekki eru fullfrísk ættu ekki að koma í leikskóla bæði vegna
smithættu af einhverjum toga og til að reyna að draga úr vanlíðan
barnanna því ekki er hægt að veita þeim sömu umönnun þar og heima.
Lyfjagjafir á leikskólatíma eiga í flestum tilfellum að vera
óþarfar ef læknir framvísar lyfi með tilliti til þess. Veikist
barnið skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í að
minnsta kosti 1-2 sólarhringa. Foreldrar hafa tilhneigingu til að
óska eftir inniveru fyrir börn sín í skyni að verja þau gegn
veikindum. Það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist frekar í
útilofti en innandyra. Börn sem dvelja langdvölum innandyra eru oft
kulsælli og viðkvæmari en þau börn sem vön eru útiveru. |
21.nóv
Kæru foreldrar
Viljum minna ykkur á að hafa alltaf í
leikskólatöskunni : föt til skiptanna, pollaföt, kuldagalla, húfu,
sokka og vettlinga. |
16.nóv
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra var ásamt föruneyti í
Grindavík á Degi íslenskrar tungu.Ráðherranum var kynnt starfsemi
grunnskólans. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, skólastjórnendur og
ýmsir fleiri tóku á móti ráðherranum og kynntu henni m.a. þá
uppbyggingu sem fram undan er í skólanum en þar á að byggja sem
kunnugt er tónlistarskóla og bókasafn við skólann. Þá var vel tekið
á móti ráðherranum á leikskólunum Laut og Króki.sjá frétt
hér |
16.nóv
Dagbjört Ásgeirsdóttir kom í heimsókn til okkar á Degi
íslenskrar tungu og las upp úr bók sinni Gummi fer á veiðar með afa
sínum - sjá myndband
hér. |
16.nóv
Myndband af söng barnanna í Hlíð og Haga frá því fyrr í morgun.
sjá
hér |
16.nóv - Dagur íslenskrar tungu.
Fengum góða heimsókn frá eldri borgurum úr Miðgarði í morgun.
Börnin sungu nokkur lög og svo var boðið upp á vöfflur með rjóma með
kaffinu. Er við spurðum börnin síðan í hádeginu hvað ,,eldri borgari
" væri var einn snöggur að svara : Já , ég veit svona eldra fólk sem
býr í borgum :) - sjá myndir á
myndasíðunni eða
smella
hér. |
16.nóv
Fyrsti snjórinn kom í nótt og börnin hér í Lautinni voru
hreinlega friðlaus að fara út og þau fyrstu voru komin út kl. 09:00
morgun - þau voru hreinlega eins og beljurnar fyrst á vorin - bara
yndislegt - sjá myndir
hér. |
13.nóv
Er líða fer að jólum.......nei það er nú ennþá langt til jóla en
við erum búin að setja inn dagskránna fyrir nóvember og desember
inná Jólasíðunna okkar. eða
smella
hér.
|
6.nóv
Nú er viðhorfskönnun í gangi hjá okkur í Lautinni - endilega
hafið sambandi við deildarstjóra til að taka þátt. |
1.nóv
Endurmatsskýrsla fyrir starfsáætlun 2011-2012 er komin á
heimasíðuna sem og starfsáætlun fyrir 2012-2013 - sjá undir
Upplýsingar eða smella
hér. |
19.okt
Í dag var Nepalskur dagur í Lautinni . Hann Sigurjón í Haga
kynnti Nepal fyrir okkur í máli og myndum með aðstoð frá henni
Stínu. Við fengum uppskrift að ljúffengum nepölskum kjúklingarétti
og meðlæti frá Eygló mömmu Sigurjóns sem hún Begga eldaði að sinni
alkunnu snilld. Eygló og Flóvent komu svo og borðuðu með okkur -
skemmtilegur dagur.
Myndir frá Nepalska deginum má sjá
hér
Fyrir um þrem vikum var Amerískur dagur hjá okkur en þá kynnti
hún Svanhildur í Hlíð okkur fyrir henni Ameríku og fengum við
hamborgara og franskar í matinn þá. Myndir frá Ameríska deginum má
sjá
hér.
|
15.okt
Viljum minna gesti heimasíðunnar að skrifa í Gestabókina okkar
en hana má finna neðst niðri í hægra horninu :) á forsíðunni |
12.okt
Bleikur og fallegur dagur í Laut , sjá myndir
hér.
|
11.okt
Hér fyrir neðan er bréf sem við fengum sent frá
Krabbameinsfélagi Íslands varðand bleikan
föstudag þann 12.okt. Við ætlum að taka þátt í
deginum og hvetjum við starfsfólk og nemendur að
vera í einhverju bleiku þennan dag.
Bleikur föstudagur
Október er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis-
og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands
geng krabbameini hjá konum.
Af því tilefni biðjum við alla landsmenn að
klæðast einhverju Bleiku föstudaginn 12. október
eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með
því sýnum við samstöðu í baráttunni.
Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda
undanfarin ár- ekki síst á vinnustöðum og skólum
þar sem fjöldinn allur hefur brugið á leik.
Keppnir hafa verið haldnar um skemmtilegasta
klæðaburðinn, flottustu bleiku kræsingarnar og
ýmislegt annað. Við hvetjum fólk til að njóta
dagsins saman og vekja um leið athygli á
árverknisátakinu. Ef ykkur vantar bleikar vörur
eða hugmyndir að bleikum degi, bendum við á
síður okkar
www.krabb.is og
http://facebook.com/bleikaslaufan.
Okkur þætti vænt um ef þið mynduð taka þátt í
þessu með okkur og senda okkur síðan myndir á
laila@krabb.is eða setja inn á
http:/facebook.com/bleikaslaufan.
Tökum deginum létt og klæðumst bleiku til tákns
um
samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá
konum!
Sjáumst bleik á föstudaginn,
Starfsfólk Krabbameinsfélagsins
|
2.okt
Föstudaginn 5.okt er sameiginlegur starfsdagur allra starfsmanna hjá
Grindavíkubæ, þann dag er leikskólinn lokaður |
27.sep
Hafþór Óli á Múla kom færandi hendi í gær og kom með risakrabba til
að sýna krökkunum í leikskólanum. Krabbinn vakti mikla athygli og
flakkaði á milli heimastofa. sjá myndir
hér. |
27.sep
Hún Sigrún María á Múla kom með kartöflur, gulrætur og rófur og
færði leikskólanum. En uppskeran var svo mikil hjá fjölskyldu hennar
að hún ákvað að láta okkur njóta góðs af. Sigrún María færði henni
Beggu kokk krásirnar og þökkum við kærlega fyrir okkur. Myndir má
sjá
hér.
|
26.sep
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn - Mjólkursamsalan sendi öllum börnum
leikskólans litlar mjólkurfernur í tilefni dagsins. Þótti mikið
sport að drekka mjólkin úr fernum með röri - sjá myndir
hér |
24.sep
Dagskrá fyrir Stjörnuhóp er komin á heimasíðuna og einnig hafa
foreldrar fengið dagskrána senda í tölvupósti, sjá dagskrána
hér.
|
7.sep
Kærar þakkir fyrir komuna foreldrar góðir á foreldrafundinn í gær.
Gaman að sjá svona marga foreldra. Kennarar voru búnir að setja fram
kennslugögn og spjölluðu við foreldra , virkilega notaleg stund. Svo
bauð hún Begga okkar upp á dýrindissúpu og nýbakað brauð.
Myndir frá fundinum má sjá
hér.
Foreldrafélagið okkar hélt sinn aðalfund og gjaldkeri fór yfir
fjármálin sem má
sjá hér.
|
5.sep
Starfsdagur
Kæru foreldrar
Mánudaginn 10.sep er starfsdagur í Laut.
Þann dag er leikskólinn lokaður. |
3.sep
Foreldrafundur - fimmtudaginn 6.sep.
Foreldrafundur verður haldinn á sal skólans fimmtudaginn 6.sep.
Foreldrar Stjörnuhópsbarna - fædd 2007 mæti kl. 17:30- kynning
verður á starfi Stjörnuhópsbarna í vetur.
Almennur foreldrafundur hefst síðan kl. 18:00 - kynnt dagskrána sem
er framundan í vetur. Foreldrum er boðið að skoða leikskólann og
kynna sér starfið. Aðalfundur foreldrafélagsins. Begga mun síðan
bjóða upp á dýrindissúpu og nýbakað brauð.
|
30.ágúst
Í gær voru teknar upp kartöflur en umsjón með því hafði hún Sara
garðyrkjumeistari - myndir má sjá
hér - að sjálfsögðu voru þær síðan borðaðar í hádeginu.
|
20.ágúst
Starfsmannabreytingar í haust, nýir starfsmenn eru Benóný,
Sigríður G og Elva Björk og bjóðum við þau velkomin. Svo eru smá
tilfæringar á milli heimastofa og breytingar á vinnutíma :
Hlíð-
Binni kl. 12:00-14:00, Hjördís kl. 07:45-12:00, Þórhildur kl.
09:00-13:00
Hagi-
Sara kl. 09:00-17:00, Sigríður G kl. 08:00-13:00
Eyri - Valdís / Ásta B kl. 09:00-17:00 þrjá daga / tvo daga í
viku
Múli- Sigríður H kl.08:00-16:00, Elva B kl.
09:00-14:00
|
15.ágúst
Skóladagatalið fyrir skólaárið 2012-2013 er komið á
heimasíðuna undir
Upplýsingar
eða smella
hér. |
15.ágúst
Allir komu endurnærðir og hressir eftir gott
sumarfrí. Elstu börnin frá Eyri og Múla eru nú flutt
yfir á Hlíð og Haga. Flutningurinn hefur gengið stórvel
enda fengu þau góðan undirbúning fyrir sumarfrí. Nýir
nemendur eru að byrja þessa dagana og viljum við nota
tækifærið og bjóða þá og fjölskyldur þeirra velkomin í
Lautina.
|
6.júlí
Nú er alveg að
skella á sumarfrí hjá okkur. Viljum við nota tækifærið
og þakka börnunum sem eru að hefja skólagöngu í
Hópsskóla samveruna á liðnum árum. Svo hittumst við öll
aftur hress og endurnærð mánudaginn 13.ágúst |
6.júlí
Elstu börnin sem ganga nú undir nafninu Prakkarar í
Draugskógi fóru í gær í starfskynningu á
fótboltavöllinn. Beggi vallarvörður og Scotty tóku á
móti okkur og sýndu okkar allt á fótboltasvæðinu. Scotty
sýndi okkur boltakúnstir og spilaði með okkur fótbolta.
Við spurðum strákana hvort að þeir vissu hver væri
þjálfarinn hjá meistaraflokk og þeir voru ekki lengi að
svara : Já, Páll Óskar - en myndir frá deginum má
sjá
hér. |
27.júní
Laus störf við leikskólann Laut
Leikskólakennari
Um
100 % starf er að ræða frá miðjum ágúst .
Leikskólakennari
óskast til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík.
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá
18 mánaða – 6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni grein“ og
vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til
ábyrgðar.Gleði , hlýja og virðing eru einkunnarorð
skólans.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á
heimasíðu hans:
http://leikdal.simnet.is/
Hæfniskröfur |
Leyfisbréf til að
nota starfsheitið leikskólakennari
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum
börnum æskileg
Færni í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
|
Vakin er athygli á því
að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að
ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar
jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Starfsmaður í leikskóla með
stuðning
Um 62,5% starf er að
ræða frá miðjum ágúst
Hæfniskröfur
Æskilegt er að
umsækjandi hafi lokið námi fyrir stuðningsfulltrúa eða
sambærulegu námi.
Reynsla af störfum með fötluðum börnum er æskileg.
Umsóknarfrestur er til
3. júlí n.k. og þurfa umsóknir að berast til
leikskólastjóra.
Nánari upplýsingar
veitir Albína Unndórsdóttir leikskólastjóri í síma
426-8396 og 660-7317 eða
albin@grindavik.is
|
15.júní
Mikið fjör og mikið gaman á Sumarhátíðinni. Við
fengum unga tónlistarmenn sem spiluðu og sungu,
Grimmhildur galdrakerling mætti á svæðið, furðufiskar,
fallhlíf, sápukúlur ofl. Eitthvað var grillið að stríða
okkur þannig að bornar voru fram hitaðar pylsur upp á
gamla mátann. Mikill fjöldi af foreldrum, ömmum og öfum
kíktu í heimsókn og nutu þess að vera með okkur í góða
veðrinu. Sjá myndir
hér. |
12.júní
Sumarhátíð 15.júní
Föstudaginn 15.júní frá kl. 10:30-13:00 verður
sumarhátíð í Laut. Boðið verður upp á ýmsar stöðvar svo
sem fallhlíf, krítar, sápukúlur, andlitsmálun, smíðahorn
ofl.
Hvetjum foreldra til að koma við og skemmta sér með
okkur.
|
31.maí
Nú eru að kveðja okkur 19 börn sem munu hefja nám í
grunnskóla í haust. Við útskriftina í síðustu viku var
sýnt stutt myndband þar sem spjallað var við börnin á
léttum nótum. Myndbandið má sjá á
myndbandasíðunni okkar eða smella
hér. Einnig er hægt að skoða myndir frá útskriftinni
-
smella hér og útskriftarferðinni -
smella hér.
|
31.maí
Á morgun föstudag ætlum við að mæta í hverfalitunum
í leikskólann, appelsínugulum, rauðum, grænum og bláum
|
23.maí
Á morgun fimmtudaginn 24.maí verður útskrift
Stjörnuhóps kl. 15:00 á sal skólans.
|
14.maí
Myndir frá sveitaferðinni eru komnar á heimasíðuna -
sjá
hér. |
14.maí
Forsetahjónin komu í heimsókn í Lautina í dag.
Ólafur Ragnar og Dorrit skoðuðu leikskólann og spjölluðu
við börnin. Dorrit skellti sér í leikfimi hjá Guðlaugu
inn á Akri, prufaði trampólínið og rimlana. Börnin sungu
afmælissönginn fyrir Ólaf Ragnar og að sjálfsögðu var
íslenska fánanum flaggað í tilefni afmælisins líkt og
þegar Lautarbörn eiga afmæli. Einnig komu fréttamenn frá
Stöð 2 og tóku viðtöl við börnin. Sjá myndir frá
heimsókninni
hér.
|
8.maí
Föstudaginn 11.maí munum við fara í sveitaferð upp í
Kjós nánar tiltekið sveitabæinn Grjóteyri. Börn sem eru
fædd 2006-2007 og 2008 munu fara í þessa ferð og verður
lagt af stað með rútunni kl.10:00 og áætluð heimkoma á
milli kl. 15:00-15:30. Munum að klæða okkur eftir veðri. |
4.maí
Gulur og blár dagur - Körfuboltahetjur í heimsókn
Lautin var blá og gul í dag en fjölmargir mættu í
bláu og gulu í dag, börn jafnt sem kennarar. Síðan eftir
hádegi komu tvær körfuboltahetjur þeir Óli og Lalli í
heimsókn með bikarinn góða og voru börnin mjög hrifinn.
Vildu svo sýna þeim köppum ýmsa körfuboltatakta,
klárlega hetjur framtíðarinnar - sjá
myndir hér.
|
3.maí
Gulur og blár dagur - föstudaginn 4 maí
Í leikskólanum ríkir körfuboltaæði og að sjálfsögðu
er allir í sigurvímu. Þess vegna ætlum við að hafa Gulan
og bláann dag á morgun föstudag.
Allir sem einn mæta í einhverju gulu og bláu.
Áfram Grindavík
|
24.apríl
Mikið hefur safnast upp af óskilamunum og hvetjum
við foreldra til að skoða, bæði á eldri heimastofum og
yngri. Eftir viku munum við gefa það sem eftir
verður í Rauðakrossinn. |
20.apríl
Starfsdagar - starfsdagar
Föstudaginn 27.apríl og mánudaginn 30.apríl verða
starfsdagar í leikskólanum. Þessa daga er leikskólinn
lokaður.
|
16.apríl
Fengum aldeilis fína heimsókn í morgun Madrígalakór
Menntaskólans í Mountain View í Kaliforníu.
Komið var saman á sal skólans og sungu þau fyrir
okkur nokkur lög og að sjálfsögðu tókum við lagið einnig
. Einnig færðu þau hverju barni uppblásinn bolta sem sló
aldeilis í gegn. Síðan skoðuðu þau leikskólann okkar og
léku sér við börnin. Myndir frá heimsókninni má sjá
hér og stutt
myndbrot hér.
|
16.apríl
Víðavangshlaup og
fjölskylduratleikur á sumardaginn
fyrsta
Árlegt víðavangshlaup er
samstarfsverkefni grunnskólans,
foreldrafélaga grunn- og leikskóla,
bæjarins, eldri borgara o.fl. Að þessu
sinni gefst foreldrum, öfum og ömmum
tækifæri til að taka þátt í
víðavangshlaupinu og því eru þau hvött
sérstaklega til að skrá sig.
Markmið dagsins er að fjölskyldur
geti sameinast í að gleðjast saman þegar
sól hækkar á lofti og Grindvíkingar
allir sameinast um að láta geisla hennar
hafa áhrif á gott hjartalag.
Hlaupið verður ræst frá sundlauginni.
Skráning í sundlaug Grindavíkur frá kl.
10:30.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og
vegalengdum:
- Leikskólabörn, 1. og 2. bekkur - tæpur
1 km.
- 3. - 4. bekkur. 1,5 km.
- 5. - 7. bekkur. 2,0 km.
- 8. - 10. bekkur. 2,5 km.
- Foreldrar, afar og ömmur. 2,5 km.
Allir sem taka þátt fá þátttökuverðlaun.
Fjölskylduratleikur:
- Til að gera meira úr viðburðinum
mætti setja upp fjölskylduratleik á
íþróttasvæðinu og næsta nágrenni.
Fjölskyldur hafa daginn til að fara í
gegnum hann og skila svörum í afgreiðslu
sundlaugarinnar. Dregnir yrðu út 1 - 3
vinningar úr réttum lausnum.
Hlaupið er samstarfsverkefni
Grunnskólans og foreldrafélaga grunn- og
leikskóla.
|
4.apríl
Halla María kom með litla "páskaunga " í Lautina í
morgun til að sýna krökkunum. Vöktu þessir litlu hnoðrar
mikla athygli. Takk kærlega fyrir að hugsa til okkar
Halla María. Myndir frá heimsókninni má sjá
hér
Óskum nemendum og foreldrum gleðilegra páska og sjáumst
hress og kát þriðjudaginn 10.apríl
|
2.apríl
Myndir frá páskaeggjaleitinni má sjá
hér - mikið fjör og mikið gaman
|
28.mars
Páskaeggjaleit
Laugardaginn 31.mars nk. stendur Foreldrafélagið
fyrir páskaeggjaleit fyrir börnin á leikskólanum Laut.
Leitin hefst kl. 11:00 og verður haldin á útileiksvæðinu.
Áætlaður tími í leitina er um 30-40 mín.
Páskaeggjaleitin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og
voru allir virkilega ánægðir með þessa nýbreytni svo við
hvetjum alla að mæta og taka þátt með börnunum. Við
viljum þó taka fram við foreldra að virða það að
páskaeggjaleitin er hugsuð fyrir leikskólabörnin þó
systkinum og öðrum er velkomið að hjálpa til.
Kveðja frá Foreldrafélaginu |
26.mars
Á morgun þriðjudag verður Rafmagnslaus dagur í
Lautinni. Við erum skóli á grænni grein og við erum að
leggja okkar að mörkum til að spara rafmagn og jafnframt
fer fram fræðsla um hvað var gert í gamla daga þegar
ekkert var rafmagnið. Sem sagt engin ljós, enginn spiluð
tónlist , engar tölvur ofl.
|
22.mars
Fengum góða heimsókn frá Tónlistarskólanum í morgun
- Ungir upprennandi trommuleikarar sýndu okkur listir
sínar - börnin voru flest öll mjög hrifin og mátti sjá
nokkur sýna flotta trommutakta seinna um daginn - stutt
myndband frá heimsókninni er á
myndbandasíðunni okkar eða smella
hér.
|
21.mars
Elstu börnin okkar í Stjörnuhóp fóru vopnuð myndavél
í vettvangsferð á dögunum. Markmiðið var að þau veldu
sér sitt viðfangsefni til að mynda og finna heiti á sína
mynd. Segja má að ýmsar skemmtilegar myndir hafi litið
dagsins ljós, afraksturinn má
sjá hér. Síðastliðinn mánudag skunduðu þau síðan upp
í Verslunarmiðstöð og
hengdu upp myndirnar sínar sem verða til sýnis í
Menningarvikunni sjá
myndir hér
|
19.mars
Fjölmennt var á listaverkasölu Lautarbarna
síðastliðinn laugardag. Veisluborðið svignaði undan
kræsingum. Foreldrafélagið sér um þessa uppákomu en
undanfarnar vikur hafa börnin stundað listsköpun af
fullum krafti.
Ágóðinn af listaverkasölunni ráðstafar síðan
Foreldrafélagið til góðra hluta. Myndir frá deginum eru
á myndasíðu
Lautar eða smella
hér. |
14.mars
Laugardaginn 17.mars
nk. milli kl 11:00-13:00 verður hin árlega
Listaverkasala/-sýning leikskólabarna á Laut á vegum
Foreldrafélagsins. Frjáls framlög eru í listaverkin.
Ágóðinn rennur í sjóð barnanna á vegum
foreldrafélagsins. Við hvetjum sem flesta foreldra til
þess að mæta og líta á listaverk barnanna ásamt því að
fá sér kaffi og veitingar.
Allir eru velkomnir og um að gera að bjóða ömmum, öfum,
frænkum og frændum með. Eins og kom fram verður boðið
upp á kaffihlaðborð og vill foreldrafélagið leita til
ykkar foreldra með veitingar á hlaðborðið ef þið hafið
tök á en það er ekki skilyrði. Tekið er á móti veitingum
frá kl.10:00 á laugardagsmorguninn.
Eigum notalega stund saman í upphafi menningarviku í
Grindavík.
Hlökkum til að sjá
ykkur.
Stjórn Foreldrafélagsins
|
9.mars
Starfsmannabreytingar
María Petrína hefur látið af störfum en hún tekið
við leikskólastjórastöðu við ungbarnaleikskóla stúdenta
Leikgarð. Við viljum þakka henni fyrir gott samstarf og
óskum henni alls hins besta í framtíðinni. Við hennar
starfi tekur Fríða Egilsdóttir.
|
23.feb
Margar furðuverur voru á kreiki í Lautinni í dag,
börn í náttfötum, beinagrindur, prinsessur ofl. ofl. Við
komum saman á sal skólans, slógum köttinn úr kassanum
sem reyndist nú bara vera snakk en ekki köttur. Svo
slógum við upp smá dansiballi. Myndir á
myndasíðunni eða smella
hér. |
21.feb
Sumarfrí leikskólans verður frá og með 9 júlí og opnum
aftur mánudaginn 13.ágúst
|
20.feb
Miðvikudaginn 22. feb er Öskudagur og munum við slá
köttinn úr kassanum á sal skólans og halda smá
dansiball. Börnin mega gjarnan koma í náttfötum eða
grímubúningum í leikskólann - en geymum alla fylgihluti
heima.
|
20.feb
Eyrnalokkur fannst í leikskólanum - eigandinn getur
nálgast hann hjá Bínu - sjá mynd
hér. |
20.feb
Það hreinlega fyllist leikskólinn í morgun af
fallegum mömmum og ömmum í dag. En í tilefni konudagsins
sem var í gær var þeim boðið í morgunkaffi, Beggubollur,
kaffi og heitt kakó með rjóma. Kærar þakkir fyrri komuna
- myndir á myndasíðunni eða smella
hér.
|
20.feb
Leikhúsferð – Foreldrafélagið
Fyrirhugað er að fara í Borgarleikhúsið 4.mars nk.
Hægt verður að velja á milli tveggja sýninga :
Galdrakarlinn í OZ:
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma og
ætlaður börnum frá 4 ára aldri.
Miðaverð á Galdrakarlinn í OZ er kr. 3.750 fyrir börn og
fullorðna. Verð fyrir leikskólabörn er kr. 3.000
með niðurgreiðslu Foreldrafélagsins.
Gói og Baunagrasið:
Sýning þar sem Gói og Þröstur Leó opna dyr leikhússins
upp á gátt og blása lífi í gömul ævintýri. Eins og
nafnið gefur til kynna er viðfangsefni þeirra nú
ævintýrið um "Jóa og Baunagrasið". Á ferðalagi sínu nýta
þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í
allra kvikinda líki. Sýningin hentar öllum aldurshópum.
Miðaverð á Góa og Baunagrasið er kr. 2.500 fyrir börn og
fullorðna. Verð fyrir leikskólabörn er kr. 1.750
með niðurgreiðslu Foreldrafélagsins.
Skráningarblöð eru á hverri heimastofu og skráningu
lýkur fimmtudaginn 23.febrúar.
Kær kveðja
Stjórn Foreldrafélagsins
|
9.feb
Fengum góða heimsókn um daginn en þá komu þeir
Krissi lögga og Lúlli löggubangsi í Lautina, spjallað
var um umferðarreglur og tekið lagið, sjá myndir
hér og stutt myndband
hér. |
7.feb
Síðastliðinn föstudag var Stærðfræðidagur og voru
ýmis verkefni tengd stærðfræði unnin hér í Lautinni sjá
myndir hér
|
7.feb
30-jan til 3 feb var Tannverndarvika, við gerðum
ýmis verkefni tengt tönnunum okkar t.d. hvað er hollt og
hvað er óhollt fyrir tennurnar. Ýmislegt fleira var gert
í vikunni- við gerðum tilraun með tvö soðin egg, settum
annað í vatn og hitt í kók - afraksturinn af þessari
tilraun má sjá á
myndasíðunni okkar eða smella
hér. |
6.feb
Í dag 6.feb. er merkisdagur í íslenskri
leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu
frumkvöðlar leikskólakennara samtök sín. Í tilefni þess
héldum við smá hátíð hér í Lautinni. Við drógum íslenska
fánann að húni, hittumst á sal þar sem hver heimastofa
var með smá atriði , síðan var boðið upp á vöfflur með
rjóma. Sjá stutt myndband og myndir
hér.
|
30.jan
Stjörnuhópsbörnin okkar hafa verið að vinna
skemmtilegt verkefni inn á Skála. Stjörnuhópsbörnin
gerðu þessa líka fínu þarfahringi sem tengjast Uppeldi
til ábyrgðar - Uppbyggingarstefnunni. Hlíðarstjörnurnar
gerðu fallegann óróa sem hengdur var upp í Skála og
Hagastjörnur gerðu hring sem settar var upp á Akri.
Myndir af þessum listaverkum má sjá á
myndasíðunni okkar eða smella
hér.
|
24.jan
Mikil fjöldi mætti í hið árlega Pabba og afakaffi
síðastliðinn föstudag þegar Þorrinn gekk í garð. Var
boðið upp á kaffi, bollur og að sjálfsögðu hákarl og
harðfisk. Virkilega gaman að fá svona marga í heimsókn
til okkar , sjá myndir á myndasíðunni okkar eða smella
hér.
|
17.jan
Föstudaginn 20.janúar hefst Þorrinn - af því tilefni
bjóðum við pöbbum og öfum í morgunkaffi frá kl.
08:30-10:00. Boðið verður upp á kaffisopa, harðfisk og
hákarl.
Hlökkum til að sjá ykkur
|
13.jan
Nú er nýtt ár tekið við og starfsemin komin á fullt
eftir gott jólafrí. Viljum minna ykkur á myndasíðurnar
okkar en hver heimastofa er með sína myndasíðu, ekki má
heldur gleyma myndbandssíðunni okkar er þar eru sett inn
stutt myndbandsbrot af leik og starfi barnanna í
Lautinni.
|
13.jan
Frá og með 1. janúar 2012 verða gjaldskrábreytingar
á vistunargjöldum í leikskólanum. Sjá nánar undir
tenglinum
upplýsingar eða smella
hér.
|
20.des
Kæru foreldrar
Í leikskólum landsins er mikið um að vera í desember.
Undirbúningur jólahátíðarinnar veldur mikilli tilhlökkun
og spennu ekki síst hjá blessuðum börnunum okkar. Við
hér í Lautinni reynum eftir fremsta megni að skapa
jafnvægi og ró í starfinu.
Dagskráin hófst með hefðbundnum hætti. Bakaðar voru
smákökur, foreldrafélagið bauð upp á leikrit um Strákinn
sem týndi jólunum. Svo hefur verið föndrað og skreytt,
sungið og farið í kirku. Einnig var farið í
Friðargönguna sem er árviss atburður. Jólaball var á
vegum Foreldrafélagsins sem tókst ljómandi vel. Dansað í
kringum jóltré ásamt Stekkjastaur sem kom fyrst til
okkar og gaf svo flestum börnum landsins í skóinn um
nóttina.
Jólastund var hér i Laut þar sem allir komu saman á sal
skólans og sungu- lesin var jólasaga og kennarar léku
Grýslusögu að hætti húsins.
Um leið og við óskum foreldurm og börnum gleðilegra jóla
vonum við að allir finni fyrir helgi og frið sem best í
faðmi fjölskyldu og vina.
Jólakveðja -
leikskólastjóri |
9.des
Sælir foreldrar góðir
Börnin fengu afhentan í dag jólapakka sem okkar
yndislega Foreldrafélag gefur þennan jólapakka á að opna
núna því að í pakkanum er bók sem heitir : 13 þrautir
jólasveinanna en í henni er að finna fjöldann allan af
skemmtilegum þrauta -og litasíðum. Einnig má finna ýmsan
fróðleik um þá sveina.
kærar þakkir - Foreldrafélag
|
8.des
Jólaball
Sunnudaginn 11.des verður hið árlega jólaball
Foreldrafélagsins á Leikskólanum Laut
Hlíð og Hagi frá kl. 13:00-14:00
Múli og Eyri frá kl. 14:30-15:30
Margrét Erla, Gígja og Stefanía sjá um tónlistina og sjá
til þess að allir komist í jólastuð.Að sjálfsögðu verður
líka Sveinki á ferðinni til að gleðja börnin og hægt
verður að taka myndir með honum á staðnum.
Foreldrafélagið býður upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Jólakveðja frá stjórn foreldrafélagsins |
2.des
Foreldrafélagið auglýsir eftir áhugasömu fólki til
starfa í félaginu eftir áramótin. Áhugasamir hafi
samband við Gígju formann
gigjaey@gmail.com
eða Bínu leikskólastjóra .
|
2.des
Foreldrafélagið okkar bauð börnunum upp á hið árlega
jólaleikrit á mánudaginn. Leikritið Strákurinn sem týndi
jólunum varð fyrir valinu þetta árið. Leikritið er
frumsamið
af leikhópnum Vinir og fjallar um strák sem hefur
týnt jólagleðinni. Börnin skemmtu sér hið besta sem og
kennarar - Ástarþakkir fyrir okkur kæra Foreldrafélag -
myndir á myndasíðunni eða
smella hér.
|
2.des
Lettneskur dagur var í Lautinni í síðustu viku -
börnin horfðu á ýmsan fróðleik um Lettland og hún Eva
María okkar tók lagið á lettnesku fyrir okkur - svo
fengum við lettnesk buff í matinn en hún Inga móðir Evu
Maríu aðstoðaði í eldhúsinu þennan dag. Myndir frá
deginum er að finna á myndasíðunni okkar eða
smella hér.
|
21.nóv
Jóladagskrá Lautar er komin á heimasíðunni en hér
til hægri er tengill sem heitir
Jólasíða og þar er
hægt að finna ýmislegt fróðlegt um jólahald, jólasöngva
ofl.
|
21.nóv
Starfsáætlun Lautar 2011-2012 er komin á heimasíðuna
undir
Upplýsingar eða smella
hér. |
7.nóv
Foreldrar athugið
Mánudaginn 14.nóv n.k. er starfsdagur á leikskólanum,
þann dag er leikskólinn lokaður.
|
3.nóv
GRINDAVÍK ÞARF AÐ TAKA SIG Á!
Kæra foreldri/forráðamaður sem átt barn á leikskóla
í Grindavík!
Það er ljóst að Grindvíkingar verða að taka sig
verulega á hvað varðar bílbeltanotkun barna sem eru
á leið á leikskólana miðað við könnun sem birt var
fyrir skömmu. Slysavarnadeildin Þórkatla sá um
framkvæmd könnunarinnar við leikskólana Laut og Krók
í Grindavík og eru niðurstöðurnar óásættanlegar
fyrir Grindavík, sem er í næst neðsta sæti.
Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg lögðu
fyrir hina árlegu könnun á öryggi barna í bílum í
maí s.l. Könnunin var gerð við 68 leikskóla víða um
land með 2.504 þátttakendum.
Niðurstaðan varð sú að af þeim 68 leikskólum þar sem
könnunin var gerð kom í ljós að Krókur var í 65.
sæti og Laut í því 67, sem er verulegt
umhugsunarefni fyrir okkur Grindvíkinga.
Krókur: Rúm
70% barna notuðu réttan öryggisbúnað, bílstól eða
púða. Tæp 15% notuðu eingöngu bílbelti en það er
ekki fullnægjandi búnaður fyrir aldurshópinn og rúm
15% voru laus í bifreið, án öryggisbúnaðar.
Laut: Tæp
70% barna notuðu réttan öryggisbúnað, bílstól eða
púða. Rúm 30% notuðu eingöngu bílbelti en það er
ekki fullnægjandi búnaður fyrir aldurshópinn.
>>meira
Grindavík kom næst verst út af öllum stöðum á
landinu og er á meðal þriggja sveitarfélaga þar sem
öryggi barna í bílum nær ekki 80%.
Einnig var gerð könnun á notkun ökumanna með
bílbelti. Þar kom Grindavík aftur illa út, en rúm
20% ökumanna sem áttu leið á leikskólana voru ekki í
bílbeltum.
Á næstu vikum munu leikskólarnir í samstarfi við
foreldrafélögin, slysavarnadeildina Þórkötlu,
Grindavíkurbæ, lögreglu og Umferðarstofu gera átak í
því að fá foreldra/forráðamenn til þess að huga
betur að öryggi barna í bílum og auka
bílbeltanotkun. Markmiðið er að koma Grindavík í
fremstu röð því núverandi ástand er algjörlega
óásættanlegt. Með sameiginlegu átaki okkar allra er
allt hægt!
Með kveðju!
Leikskólarnir Krókur og Laut
Grindavíkurbær
Slysavarnadeildin Þórkatla
Lögreglan
Umferðarstofa
|
|
17.okt
Foreldrar athugið.
Fimmtudaginn 27.október kl.20:00 kemur Páll Ólafsson
félagsráðgjafi í heimsókn til okkar á sal skólans og
heldur kynningu á Uppbyggingarstefnunni. Við hvetjum
foreldra til að kynna sér þessa stefnu sem unnið er
eftir hér í leikskólanum og í Grunnskóla Grindavíkur.
Þessi fyrirlestur er í boði Foreldarfélagsins.
|
3.okt
Breyting á skipulagi.
Frá og með 1. okt. falla niður tónlistartímar í
þeirri mynd sem verið hefur en verður framvegis sinnt
inn á heimastofunum. Sameiginleg söng og skemmtistund
verður fyrsta föstudag í mánuði og dans síðasta föstudag í
mánuði.
Leikskólastjóri
|
|
19.sep
Við upphaf leikskóladvalar er gerður
skriflegur samningur við foreldra um vistunartíma
barnanna. Dvalarsamningur segir til um dvalartíma
barnsins. Við biðjum foreldra að virða þennan samning,
því fjöldi starfsmann fer eftir viðveru barnanna á
hverjum tíma. Ef dvöl barns lýkur klukkan 14:00 á það að
vera farið út af heimastofu á þeim tíma. Séu börnin sótt
of seint er rætt við foreldra um það. Mjög mikilvægt er
að foreldrar fylgi þeim vistunartíma sem þeir hafa valið
sér í dvalarsamningi.
Ef þörf verður á að endurskoða þennan samning þá þarf að
sækja um það skriflega til leikskólastjóra með
mánaðarfyrirvara og miðast við mánaðarmót.
|
Forsíða |
Til baka á Eyri |
Leikskólinn Laut -
Laut 1 - Grindavík s:
426-8396
leikdal@grindavik.is |