Leitast er við að börnin fái tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum efnivið til listsköpunar. Unnið er með endurnýtanlegt og náttúrulegt efni s.s. ceriospakka,pappírshólka ofl.
Ýmist koma börnin með það að heiman en einnig er notað það sem til fellur í leikskólanum sjálfum.
Börnin fara gjarnan í gönguferðir og finna sér efnivið sem þau vinna síðan með í listaskála.
Í listaskála er lögð áhersla á að skapa þægilegt andrúmsloft og að barnið fái góðann tíma til þess að vinna að því sem það er að gera hverju sinni.

Leikskólanemendur hafa mikla þörf fyrir að tjá sig í myndmáli.  Því er mikilvægt að þau fái  tækifæri til að teikna, mála, móta og nota ýmis efni sem þátt í skapandi starfi og tjáningu. Markmiðið er að börnin fái tækifæri til að nota skynfæri sín, við upplifun mynd og  handmennta (snerta, þreifa, bragða, lykta, sjá og hlusta). Að börnin fái að þroska og þjálfa  sköpunarhæfileika sína til að efla jákvæða sjálfsmynd.  Að börnin fái tækifæri til að vinna í hóp og efla þannig félagsþroska sinn og læri að bera virðingu fyrir hugmyndum og verkum  annarra barna. Það sem, skiptir máli er augnablikið og vinnan sem barnið leggur í verkið en ekki útkoman.

 

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
09:25-10:05 Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð
10:10-10:50 Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð
10:55-11:35 Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð
13:10-13:50 Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð Gulur - Hlíð
Eins og sést á töflunni hér fyrir ofan er börnunum skipt upp í hópa frá hverri heimastofu. Reynt er að raða í hópa eftir aldri, getu eða kyni. Hvert barn kemur einu sinni í viku í Skála.
Vinsamlegast athugið að barnið fylgir sínum hóp í Skála og ekki er í boði að skipta á öðrum tíma þó svo að barnið komist ekki í sinn tíma.
 

Æskilegt er að börnin komi í listsköpunarfötum þegar þau fara í 

Hit Counter

Hérna eru myndir úr Skála

Forsíða

Leikskólinn Laut - Laut 1 -  Grindavík s: 426-8396   leikdal@grindavik.is