Hér munum við safna spaklegum ummælum og gullkornum sem hrjóta af vörum vitringanna okkar á Laut
(Athugið!  Nöfnum barnanna hefur verið breytt til að gæta persónuverndar)

 

Útlit
Einn lítill á Múla spyr Gerðu : Hvernig er mamma þín á litinn ? Bíður ekki eftir svari en tilkynnir henni að sín sé gul :)
 

Vangaveltur um lífið
Tvær stelpur sátu saman og ræddu um lífið. Ein skýrir þetta vel út og segir : Fyrst verður maður mamma og pabbi, svo amma og afi svo gamall og svo klikkaður !
Nei, segir hin, fyrst verður maður litla barn, svo barn, svo stóra systir, svo mamma og pabbi svo dáinn svo langamma og svo GUÐ :)


Tilbreyting
Einn drengurinn fær sér súrmjólk með cheerios út á og þakkar fyrir sig og endar með því að segja : Vá hvað þetta var dásamlegur matur :) ( tilbreyting frá hafragrautnum )

 



Hver er hvaða stjóri ?
Sara segir við eitt barnið : Þið verðið að spyrja hana Siggu hún er deildarstjóri. Gellur þá í einum : Hvað ert þú þá morgunmatsstjóri ?
 



Kúnstinn við það að detta
Einn drengur dettur í útiverunni og segjir: Vó , ég datt bara eins og rússibani.
 


 

Sólarhringur
Drengur lék sér með Knex-kubba og var búin að búa til ,,sól" síðan lét hann sólin snúast og sagði,, nei sólarhringur "
 



Lítil tónlist
Oft á tíðum er spiluð róleg tónlist í vinnustundum í Skála. Einn daginn var hópur frá Múla að leika sér í sandinum og róleg tónlist var í bakgrunninum heyrist þá í einum : Heyrðu Fríða þetta er svona lítil tónlist !
 


Að fræðast
Nokkur börn á Haga voru í vinnustund inn á Skála. Viðfangsefni dagsins var að gera tilraunir með íblöndun. Prufað var að blanda vatn og matarlit, vatn, olíu og matarlit o.s.frv. Gellur þá í einum dreng : Heyrðu Fríða erum við ekki núna að fræðast ?
 



Fimm leikskólagráður
Einn drengurinn var í fataklefanum og nennti ekki alveg að klæða sig. Svo lá hann í gólfinu og segir svo upp úr þurru : "Ég er með fimm leikskólagráður " Nú segja kennararnir Já, segir hann og réttir upp höndina og telur: Kúka, pissa, leira, lesa og syngja.

 



Að elska pabba sinn
Nokkrir drengir sátu saman við borð að spjalla er einn segir : Maður má alveg elska pabba sinn samt er maður ekki hommi

 



Pabba-Hulk
Ein stúlka sat við matarborðið og segir við börnin: Pabbi minn breyttist einu sinni í Hulk. Vá sögðu strákarnir. Já en ég var ekkert hrædd við hann en hún er hann búinn að breytast aftur í mannveru.


 

Lappaþreyta
Ein stúlkan kvartaði yfir þreytu  í löppunum í göngutúr  heyrðist þá í vinkonu hennar: Þú hefur bara gott af því að ganga


 

Vísdómsbrunnur
Í gönguferð var á vegi barnahópsins gjóta og lítur einn drengurinn ofaní gjótuna og segir :Þetta er ábyggilega vísdómsbrunnur

 



Ást á kakósúpu og konum
Ein drengurinn segir við einn kennarann í útiveru : Veistu ég elska kakósúpu, síðan brosti hann undurblítt og bætti við: Og þig líka
 


 

Flott pjalla
Verið var að skipta á einum dreng er ein lítil dama kemur og fylgist spennt með þegar bleian var tekin af honum glottir sú stutta og segir :. Vá hvað hann er með flotta pjöllu
 



Þjónustubarn
Ein stúlkan var lengi að klæða sig og segir við Söru : Þú átt að klæða mig en Sara segir: Ég er ekki þjónustustúlka fyrir þig, Jú víst segir sú stutta. Biður þá Sara stúlkuna um að klæða sig í sokkana og segir sú stutta að bragði : Ég er ekkert þjónustubarn fyrir þig.



Hálfvitar
Tveir starfsmenn fóru með barnahóp í göngutúr upp í íþróttahús, á leiðinni stungu nokkur börn af. Síðan þegar upp í íþróttahús var komið og öll börnin komin þar heilu og höldnu var útskýrt fyrir börunum að ekki væri hægt að fá sér kex vegna þess hvað börnin gerðu. Heyrist á í einum : " Þetta gera bara hálfvitar "


Videó
Einn kennari hitti einn nemanda á videóleigunni um helgina, síðan á mánudeginum spurði viðkomandi kennari hvaða spóla hann hefði tekið og svarið sá stutti : "Eina bláa"


Ástæðan fyrir hárleysi
Einn drengur sá frekar hárlítinn mann fyrir utan gluggann. Sagði hann þá barnahópnum af hverju hann væri sköllóttur. ,, Jú ef maður borðar ekki kartöflur þá verður maður sköllóttur, Það gerðist einu sinni fyrir pabba minn, hann vildi ekki borða kartöflur og hann varð sköllóttur "



Lífreglurnar lagðar
Tveir ungir piltar voru staðnir að því að reyna að fara yfir girðinguna. Ein stúlkan sagði þá mjög alvarleg í bragði: ,, Ef þið gerið svona fær hún Sara bara hjartafall "
 


Hvert hverfa leikskólakonurnar ?
Einn drengur sem fer í Stjörnuhóp næsta haust sagði einn daginn upp úr þurru við einn kennarann : Hei, þegar börnin hætta í leikskólanum og fara í skólann , hvert fara þá leikskólakonurnar ?


Tanntaka?
Einn tveggja ára drengur kemur eitthvað illa fyrir kallaður inn á Eyri einn morguninn. Kennarar spyrja hann hvað er að ? Áður en honum vinnst ráðrúm til að svara gellur í einum tveggja ára vini hans: ,,Hann er kannski bara að taka tennur" ( Hann á yngri bróðir sem líklega er að taka tennur )


Niðurfall ?
Einn leikskólakennarinn spurði einn drenginn á leikskólanum : ,, Hvar er systir þín, af hverju er hún ekki á leikskólanum er hún kannski veik ? " Stráksi hugsar sig aðeins um og segir svo: ,, Já, hún er með niðurfall " (vantaði rétta orðið fyrir niðurgang :)


Málandi flugvél
Einn tveggja ára gutti heyrir í flugvél þegar við erum í útiverunni, lítur upp og segir : "Oh, flugvélin er búin að mála á loftið okkar " ( strókurinn aftan úr flugvélinni )


Stór bolti
Einn tveggja ára á Múla leit út um gluggann og sagði við Hildi : Við gleymdum boltanum úti , og var mjög miður sín. Hildur kíkti út um gluggann og sá engann bolta. Hann gafst ekki upp og benti og benti á tunglið.  Tunglið var boltinn sem við gleymdum úti.


Gervigras
Við vorum nýflutt á nýja leikskólann þegar haustaði aftur, kaldur og hvass norðanvindur blés um okkur . Vildi þá ekki betur til en nýji báturinn fauk um koll og nýja torfið fauk upp. Gellur þá í einum guttanum: "Heyrðu , báturinn er fokinn og gervigrasið er líka að fjúka burt "


Öðruvísi amma
Þetta veltur uppúr einni stúlkunni einn daginn á leikskólanum: " Amma mín er ekki svona eins og venjuleg amma. Hún er svona trúður. En þegar að það koma gestir þá er hún venjuleg.



Sveitaferð
Stúlka spyr einn kennarnn í fjósinu, " Heyrðu Hjördís hvað kostar beljan ? " Hjördís svarar: Kostar hvað meinarðu ? Jú, svarar stelpan hún er með verðmiða í eyranu
( Eyrnamerki )
 

Kuldi
Það var kalt úti og hann Siggi 3 ára sagði að hann væri " að bráðna úr kulda "
 


Krummahönd
Gunni var að klæða sig í vettlingana og sagði allt í einu " Ég er með hægri hendina á vinstri hendinni"


Mismæli
Starfsmaður var úti og sagði að pollurinn væri að " drukkna " í staðinn fyrir að gufa upp,þorna.



Spursmálið að bjarga sér 
Spurt í sandkassanum:
Gulli hvað er í kökunni?
Dóthendingur
Hvað er nú það ?
Það sem er til !



Stafarugl
Við segjum hér á leikskólanum vertu " V " sem þýðir að vera vinur.
Guðjón var eitthvað að stríða og kennari segir við hann: Guðjón vertu " V " 
Hann svarar snöggt: " Nei ég er " G " ( fyrir Guðjón )



Hjónabandsmiðlun
Tvö leikskólabörn komu í heimsókn til leikskólakennara.
Rósa, býrðu hérna ein?
Já ég á ekki mann.
Af hverju áttu ekki mann?
Af því að ég hef ekki fundið neinn ennþá. Vitið þið hvar ég get fundið hann ?
Já, af hverju færðu ekki einhvern sem búið er að nota !


Nýr sjúkdómur
Í söngstund voru pínu læti í lok stundarinnar þá segir einn 5 ára : " Ég er kominn með heyrnarbólgu út af þessum hávaða "


Fótaveiki
Veiga sagði uppúr einsmanns hljóði : " Ég get ekki perlað, mér er svo illt í fótunum "


Útlendingur
Bjarki og Jónsi og fleiri strákar voru í trölladeigi, þá segir Bjarki : " Sjáið þið tattúið mitt" þá segir Jónsi: " Já ertu útlendingur !


Bókstaflega
Elli situr við tölvuna og segir við kennarann : " Hey tölvan er frosin. Þá segir Maggi : " En ég sé bara engann klaka eða grýlukerti"


Afi minn og þinn 
Kennari var að kveðja barn og afa hennar sem var að sækja hana. Kennarinn segir : "Bless afi" Sú litla snýr sér snöggt við og segir undrandi : " Er hann afi þinn líka ? "
 


Niðurhrædd
Í skólahópsferðalagi fyrir nokkrum árum þurfti að fara niður þröngan stiga niður í kjallara í Púlsinum í Sandgerði. Einn kennarinn fer fyrst niður og segir þá sonur hennar sem var með í för: "Mamma ertu niðurhrædd ? " ( til mótvægis við lofthrædd)


Nýr texti
Kennari var að syngja með börnunum ýmsar útgáfur af Gamla Nóa. Þá segir einn strákurinn: "Veistu ég kann alvöru lagið um Gamla Nóa." Er það segir kennarinn, viltu syngja það fyrir okkur? " Já , það er svona : Gamli Nói, Gamli Nói, guðhræddur við mýs !


Ég vildi að ég væri mús 
Sveinn segir við kennara : " Ooh , ég vildi óska að ég væri mús ! Kennarinn spyr af hverju viltu vera mús ? " Jú , segir Sveinn vegna þess að ef ég væri mús þá myndir þú vilja eiga mig, er það ekki, þú vilt bara eiga mús eða kött eða hund sko, þú vilt ekkert eiga börn ! "
(Kennarinn á hund og kött og blessað barnið hefur því haldið að hún vildi ekki börn ! )


Giftingarhugleiðingar 
Lína segir við Nonna : " Ég ætla að giftast þér " Þá segir Gunni  : " Ha, ég hélt að þú ætlaðir að giftast mér? " " Nei, segir Lína ég er hætt við það sko "
Þá segir Nonni : " En ég verð kannski ekkert heima þegar þú vilt giftast mér " 
"Það er allt í lagi, segir Lína , ég er elti  þig bara út um allt til að ná að giftast þér !


Loft í hálsinum
Hildur kemur labbandi að tveim kennurum og segir: "Stína vill ekki leika við mig " Kennararnir spyrja Stínu " Er það satt viltu ekki leika við Hildi ? " Stína svarar: " Jú ég vil alveg leika, ég var ekki komin með loft í hálsinn til að ég geti talað ! "


Botnlaus og stjórnlaus
Í útiveru kemur drengur að kennara og er að kvarta yfir látum í öðrum dreng. Kennarinn spyr hvort hann sé alveg "stjórnlaus" og kannar aðstæður. Eftir smá stund kemur strákurinn aftur til kennarans og segir : " Veistu hann er ennþá alveg "botnlaus"





Forsíða

Leikskólinn Laut - Laut 1-  Grindavík s: 426-8396   leikdal@grindavik.is